Noregsprinsessa svarar sögusögnum um „lárviðarhjónaband“

Marta Lovísa Noregsprinsessa og seiðkarlinn Durek Verrett.
Marta Lovísa Noregsprinsessa og seiðkarlinn Durek Verrett. skjáskot/Instagram

Konunglegu hjónin Marta Lovísa Noregsprinsessa og seiðkarlinn Durek Verrett, sem giftu sig í ágúst í fyrra, hafa tjáð sig um orðróm þess efnis að þau séu í svokölluðu lárviðarhjónabandi (e. lavender marriage), hugtak sem er notað til að lýsa gagnkynhneigðu hjónabandi þar sem verið er að hylma yfir samkynhneigð annars eða beggja.

Þau birtu myndband af sér á Instagram með skírskotun í orðróminn fyrir tveimur dögum. Í myndbandinu spyrja þau sig hvað lárviðarhjónaband sé og birta athugasemdir frá fólki sem hefur sagt þau vera í slíku hjónabandi á meðan þau skipta út klæðnaði og fara í ljósfjólubláar flíkur. Í lok myndbandsins segjast þau einfaldlega ekki vera fyrir hið hefðbundna.

Marta Lovísa, sem er 53 ára, og Durek. 50 ára, koma fram í nýrri heimildamynd á Netflix Rebel Royals: An Unlikely Story þar sem þau deila ástarsögu sinni með áhorfendum.

Durek skilgreinir sig opinberlega sem tvíkynhneigðan og var giftur Zanetu Marzalkovu 2205-2009 og trúlofaður manni að nafni Hank Greenberg 2007-2015. Hann útskýrir í heimildamyndinni að hann hafi upphaflega verið kynntur sem samkynhneigður fyrir dætrum Mörtu Lovísu, Maud, 22 ára, Leuh, 20 ára, og Emmu, 17 ára, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Ara Behn.

Marta Lovísa og Durek kynntust árið 2018 og hefur hún ætíð talað um samband þeirra á jákvæðan og opinskáan hátt.

View this post on Instagram

A post shared by Durek Verrett (@shamandurek)

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir