Móðir söngvarans Justin Bieber, Pattie Mallette, deildi því á Instagram 22. september að hún væri stöðugt að hvetja og biðja fyrir syni sínum, sem er 31 árs. Í færslunni er fjöldi mynda af Bieber ásamt löngum, trúarlegum texta.
„Ég lýsi yfir frelsi, styrk, skýrleika, og heilun fyrir þig Justin,“ var byrjunin á textanum sem var allur á þessa leið. „Heilagur andi, umkringdu hann sannleika, ljósi og vernd.“
Rúmum tveimur vikum eftir að hún setti inn færsluna svaraði Bieber henni loksins í annarri færslu: „Það eina sem ég þarf lækningu við er að upprúllaða litla táin mín spili borðtennis.“
Ekki er alveg ljóst af hverju móðir Biebers skrifaði þennan texta. Bieber var aftur á móti áberandi í fjölmiðlum í sumar, ekki vegna tónlistarhæfileika sinna, heldur fíkniefnanotkunar. Aðeins tveimur dögum áður en Mallette birti færsluna deildi Bieber því hvernig trúin hjálpar honum að komast í gegnum frægðina.
Hann skrifaði 19. september: „Jesús kennir okkur að viðleitni er einfaldlega svar við gjöf lífsins og fyrirgefningarinnar.“
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
