Nýjar Barbí-dúkkur sýna að stelpur geta allt

Nýja dúkkulínan inniheldur fjórar dúkkur.
Nýja dúkkulínan inniheldur fjórar dúkkur. Samsett mynd

Í tilefni alþjóðlega dags stúlkna (e. International Day of the Girl Child), sem haldinn verður á laugardag, hefur leikfangafyrirtækið Mattel kynnt nýja dúkkulínu sem inniheldur fjórar dúkkur, allar byggðar á þekktum rúgbíleikmönnum, þar á meðal Ólympíuhafanum Ilonu Maher.

Nýju dúkkurnar eru hluti af verkefninu Team Barbie, sem hefur það markmið að efla sjálfstraust ungra stúlkna og sýna þeim að þær geti orðið hvað sem þær vilja.

Dúkkurnar eru byggðar á Ilonu Maher frá Bandaríkjunum, Ellie Kildunne frá Bretlandi, Portiu Woodman-Wickliffe frá Nýja-Sjálandi og Nassiru Konde frá Frakklandi, allar framúrskarandi íþróttakonur sem hafa haslað sér völl í íþrótt sem lengi hefur verið tengd við karlmenn.

Ólíkt hefðbundnum Barbí-dúkkum eru nýju dúkkurnar með líkamsvöxt sem endurspeglar styrk og kraft margra kvenna í íþróttum, með vel mótaða vöðva og sterka líkamsbyggingu.

Samkvæmt nýrri rannsókn Mattel hættir ein af hverjum þremur stúlkum í íþróttum fyrir 14 ára aldur, meðal annars vegna skorts á kvenfyrirmyndum og ótta við að gera mistök. Með Team Barbie vill vörumerkið hvetja stúlkur til að halda áfram í íþróttum og byggja upp sjálfstraust sitt.

„Við trúum því að stúlkur geti orðið og gert hvað sem er,“ segir Krista Berger, aðstoðarforstjóri Barbie hjá Mattel.

View this post on Instagram

A post shared by Barbie® (@barbiestyle)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Loka