Sjáðu Lithgow sem Dumbledore

John Lithgow.
John Lithgow. Ljósmynd/AFP

Bandaríski verðlaunaleikarinn John Lithgow var nýverið myndaður á tökusetti væntanlegrar Harry Potter-þáttaraðar í gervi Albus Dumbledore.

Hinn margverðlaunaði leikari var nær óþekkjanlegur sem skólastjóri Hogwarts þegar tökur fóru fram í Englandi 7. október.

Líkt og forverar hans í kvikmyndunum, þeir Richard Harris heitinn og Michael Gambon, skartaði Lithgow síðu, gráu skeggi, hálfmánalaga gleraugum og síðri skikkju sem fullkomnaði galdrakarlsútlitið.

„Þetta mun skilgreina mig á síðasta kafla ævi minnar“

Lithgow hefur mikið rætt um hlutverkið í viðtölum og viðurkenndi að ráðningin hafi komið honum á óvart.

Í samtali við ScreenRant í febrúar sagðist hann hafa verið bæði hissa og hikandi þegar honum bauðst hlutverkið, en spenntur að takast á við það.

„Þetta mun skilgreina mig á síðasta kafla ævi minnar, því miður. En ég er mjög spenntur,“ sagði hann.

Aðspurður um gagnrýnina á að Bandaríkjamaður taki við hlutverki hins enska galdrakarls sagði hann í The One Show á BBC í apríl:

„Ég veit að margir voru hneykslaðir en ég minni á að ég lék Winston Churchill í The Crown – og stóð mig bara vel.“

Þættirnir um Harry Potter verða sýndir á HBO á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir