Diane Keaton látin

Keaton var lengi ein skærasta stjarnan í Hollywood.
Keaton var lengi ein skærasta stjarnan í Hollywood. AFP/Patrick T. Fallon

Óskarsverðlaunaleikkonan Diane Keaton er látin, 79 ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök en fjölskylda hennar hefur óskað eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra verði virt, samkvæmt frétt The Guardian.

Andlát leikkonunnar virðist koma samfélaginu í Hollywood nokkuð á óvart, en þrátt fyrir að hún hafi ekki sést opinberlega í nokkra mánuði, þá hafði ekki verið greint frá því að hún glímdi við veikindi.

Keaton, sem var lengi ein skærasta stjarnan í Hollywood, hlaut Óskarsverðlaun árið 1977 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Annie Hall sem þáverandi kærasti hennar og mótleikari, Woody Allen, leikstýrði. Myndin var að miklu leyti byggð á ævi hennar sjálfrar.

Þá hlaut hún einnig Óskarstilnefningar fyrir hlutverk í myndunum Reds, Marvin's room og Something's gotta give.

Hennar fyrsta stóra hlutverk á hvíta tjaldinu var í kvikmyndinni The Godfahter, þar sem hún lék eiginkonu Michael Corleone. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney