Gettu hvað var í töskunni?

Katherine Ryan.
Katherine Ryan. Samsett mynd

Kanadíski grínistinn Katherine Ryan á von á sínu fjórða barni, því þriðja með eiginmanni sínum, Bobby Kootstra, á næstu vikum.

Ryan, sem er 42 ára, birti myndskeið á Instagram-síðu sinni á föstudagsmorgun þar sem hún sýndi fylgjendum sínum hvað hún væri búin að pakka í spítalatöskuna sína og sagði í myndskeiðinu að hún vildi vera vel undirbúin þegar stóri dagurinn rennur upp.

Í myndskeiðinu sést Ryan klædd svörtum brjóstahaldara og joggingbuxum og leyfir bumbunni að njóta sín.

Allar helstu nauðsynjar

Ryan veit ekki hvort hún eigi von á dreng eða stúlku og hefur því tvö heimferðasett tilbúin, eitt bleikt og annað hvítt, bæði með útsaumuðum barnanöfnum sem hún pantaði á Etsy.

Í töskunni má einnig finna samfellur, klúta, swaddle-svefnpoka, bleyjur, hreinsiklúta, snuddu og aðrar nauðsynjar sem móðir og barn þurfa á að halda fyrstu dagana.

Grínistinn eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var 25 ára og var einstæð móðir um tíma. Árið 2019 endurnýjaði hún kynnin við gamlan kærasta og giftist honum í lítilli athöfn í Danmörku síðar sama ár.

Ryan hefur oft rætt opinskátt um móðurhlutverkið og lýst fjölskyldulífinu sem bæði „kaótísku og yndislegu“. Hún segir jafnframt að hún sé spennt fyrir því að bæta enn einu litlu lífi við fjölskylduna.

View this post on Instagram

A post shared by Katherine Ryan (@kathbum)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson