Þakti eldhús foreldra sinna í hnetusmjöri

Eru þessi prakkarastrik komin of langt?
Eru þessi prakkarastrik komin of langt? Samsett mynd

Ungur maður sem kallar sig heykaih á TikTok hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni undanfarna daga fyrir myndskeið sem sýna hann „skreyta“ eldhús foreldra sinna – ef svo má að orði komast.

TikTok-reikningur þessa unga manns virðist nýstofnaður en fyrsta myndskeiðið birtist aðeins fyrir örfáum dögum síðan. Síðan hefur þó notið mikillar athygli og tæplega tvær milljónir manna hafa lækað myndbönd hans á tæpri viku.

Flest myndskeiðin sýna hann „skreyta“ eldhús foreldra sinna á ýmsa vegu, en í nýjasta myndbandinu þekur hann allt eldhúsið í Skippy-hnetusmjöri.

Áður hefur hann hins vegar skreytt það með gúmmíböngsum í öllum regnbogans litum, Oreo-kexkökum, Nutella-smyrju og jafnvel púðluhári.

Það má þó ætla að gúmmíbangsarnir og Oreo-kexkökurnar hafi verið mun auðveldari í þrifum en hnetusmjörið og Nutella-smyrjan. Ungi maðurinn virðist þó hugsa út í þrifin þar sem hann leggur filmu undir skreytingarnar.

En jæja, kæru foreldrar – hvernig mynduð þið bregðast við svona „gríni“?

@heykaih

Is this wasteful or art…

♬ What Do You Mean? - Justin Bieber
@heykaih

Was this worth it or wasteful

♬ STAY - The Kid LAROI & Justin Bieber




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson