Algengustu afmælisdagar Íslendinga

Blöðrur og bakkelsi slá jafnan í gegn í afmælisboðum.
Blöðrur og bakkelsi slá jafnan í gegn í afmælisboðum. Samsett mynd/Unsplash

Allir eiga sinn afmælisdag þó að misjafnt sé hvort þeim sé tekið fagnandi þegar þá ber að garði. Sumir halda upp á afmælið sitt með pompi og prakt, jafnvel yfir heila viku, á meðan aðrir vilja helst eiga sitt í kyrrþey og geta ekki beðið eftir að dagurinn líði hjá.

Hagstofa Íslands heldur úti opinberum gögnum um fæðingardaga Íslendinga og hér er samantekt byggð á þeim frá 1. janúar 2025 um algengustu afmælisdaga Íslendinga.

Tölurnar lýsa dreifingu skráðra afmælisdaga í opinberum skrám, þær segja sem sé hve margir eiga afmæli á tilteknum degi.

10 algengustu afmælisdagar Íslendinga

  • 18. júní – 1.185
  • 16. júlí – 1.173
  • 27. september – 1.173
  • 1. október – 1.169
  • 2. október – 1.169
  • 29. september – 1.167
  • 26. september – 1.163
  • 4. október – 1.163
  • 27. ágúst – 1.160
  • 21. september – 1.160

Haustið stendur upp úr í fjölda fæðingardaga þegar litið er yfir árið. Sjö af tíu fjölmennustu dagsetningunum falla í lok september og byrjun október, sem bendir til að rómantíkin svífi yfir vötnum yfir jólahátíðina ef reiknað er níu mánuði aftur í tímann.

Samt sem áður trónir 18. júní á toppnum og 16. júlí nær í annað sæti. Sumarið heldur því sínu striki þó að september–október ráði för á heildina litið.

Munurinn á efstu sætum er mjög lítill en oft eru aðeins örfáir einstaklingar á milli daga eða jafnvel jafntefli, sem þýðir að sætaröðin getur breyst lítillega milli ára án þess að það breyti heildarmyndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney