Fyrrverandi eiginmaður bandarísku leik- og sjónvarpskonunnar Drew Barrymore, grínistinn Tom Green, gekk að eiga unnustu sína Amöndu Nelson í fallegri athöfn sem fór fram utandyra á laugardag.
Green, sem er 54 ára, greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær og birti þar fallegar myndir úr athöfninni.
Við færsluna skrifaði hann:
„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við Amanda gengum í hjónaband í gær! Þetta var ótrúlegur dagur, fullur af ást, gleði og hátíðarhöldum. Takk til allra vina og ættingja sem voru með okkur og deildu þessari sérstöku stund með okkur. Við munum aldrei gleyma henni.“
Green og Nelson tilkynntu um trúlofun sína í desember síðastliðnum.
Grínistinn hefur að mestu haldið sig utan sviðsljóssins síðustu ár og er nú búsettur á búgarði í Kanada. Hann var áður kvæntur Drew Barrymore í rúmt ár, frá 7. júlí 2001 til 15. október 2002.
Green og Barrymore endurnýjuðu kynnin í spjallþætti Barrymore í september 2020, en fyrir það höfðu þau ekki talast við í yfir 15 ár.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
