Hollywood syrgir Keaton

Diane Keaton.
Diane Keaton. Ljósmynd/AFP

Fjölmargir þekktir leikarar vestanhafs hafa síðustu daga minnst leikkonunnar Diane Keaton, sem lést á laugardag, 79 ára að aldri.

Ekki hefur verið greint frá dánarorsök Óskarsverðlaunaleikkonunnar, en í upptöku frá neyðarlínunni, sem slúðurvefsíðan TMZ hefur undir höndum, má heyra mann segja: „Person down.“

Símtalið barst frá heimili Keaton í Kaliforníu á laugardagsmorgun.

Keaton lék í fjölda kvikmynda á 60 ára ferli sínum, meðal annars Manhattan, First Wives Club, Something’s Gotta Give, þríleiknum um Guðföðurinn, Father of the BrideFather of the Bride Part II, Reds og Baby Boom.

Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 1977 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Annie Hall, sem er lauslega byggð á Keaton sjálfri og fjölskyldu hennar, en Keaton heitir einmitt réttu nafni Diane Hall.

Stjörnur minnast Keaton

Margir hafa tjáð sig um fráfall leikkonunnar og minnst hennar á samfélagsmiðlum.

Leikkonurnar Goldie Hawn, Bette Midler og Sarah Jessica Parker, sem léku allar á móti Keaton í gamanmyndinni First Wives Club frá árinu 1996, birtu færslur á Instagram skömmu eftir að greint var frá andláti hennar.

„Það var, og verður, engin eins og þú“

„Diane, við erum ekki tilbúnar að missa þig. Þú hefur skilið eftir þig slóð af álfaryki, ljósglampa og minningum sem eru ofar öllum ímyndunum. Hvernig kveðjum við? Hvaða orð ná utan um sorgina þegar hjartað er brostið? Þér líkaði aldrei hrós, svo auðmjúk, en nú geturðu ekki sagt mér að halda kjafti, elskan. Það var, og verður, engin eins og þú,“ skrifaði Hawn meðal annars við fallega svarthvíta mynd af leikkonunni.

View this post on Instagram

A post shared by Goldie Hawn (@goldiehawn)

Midler skrifaði:

„Hin stórkostlega, fallega og einstaka Diane Keaton er látin. Ég get ekki lýst því hversu óbærilega sorgmædd ég er. Hún var bráðfyndin, algjörlega frumleg og laus við alla falskunnáttu eða samkeppnishegðun sem maður hefði búist við frá slíkri stjörnu. Það sem þú sást var það sem hún var … ó, la, lala!“

View this post on Instagram

A post shared by Bette Midler (@bettemidler)

„Diane Keaton hefur verið ótal leikkonum innblástur. Ég tel mig meðal þeirra sem elskuðu og dáðu hana. Ég var svo lánsöm að fá að verða vitni að einstökum hæfileikum hennar og færni í bæði First Wives Club og The Family Stone. Ég mun ávallt geyma minningarnar í huga mínum frá tökustað sem og hrífandi, yndislegan og einstakan kvikmyndaferil hennar, sem er glæsileg arfleifð stórkostlegrar manneskju.

Hennar verður sárt saknað.

Hvíl í friði og guð gefi þér góða ferð, dásamlega vera.

X, SJ,“ skrifaði Parker. 

View this post on Instagram

A post shared by SJP (@sarahjessicaparker)

Meðal annarra sem hafa minnst Keaton eru Jane Fonda, Mandy Moore, Francis Ford Coppola, Al Pacino, Kimberly Williams-Paisley, Octavia Spencer, Viola Davis, Reese Witherspoon, Andy Garcia, Michael Douglas og Kate Hudson, svo aðeins nokkrir séu nefndir.

Fjöldi aðdáenda hefur einnig deilt færslum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og lýst djúpri sorg yfir fráfalli einnar ástsælustu leikkonu Hollywood.

View this post on Instagram

A post shared by Mandy Moore (@mandymooremm)

View this post on Instagram

A post shared by Jane Fonda (@janefonda)

View this post on Instagram

A post shared by Kate Hudson (@katehudson)

View this post on Instagram

A post shared by Andy Garcia (@andygarcia)

View this post on Instagram

A post shared by VIOLA DAVIS (@violadavis)









mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir