Mannréttindasamtök hafna peningagjöf Aziz Ansari

Aziz Ansari.
Aziz Ansari. Ljósmynd/AFP

Tilraun bandaríska grínistans Aziz Ansari til að draga úr gagnrýni vegna þátttöku sinnar í umdeildri grínhátíð í Sádi-Arabíu hefur ekki virkað sem skyldi.

Ansari, sem er 42 ára og hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Parks and Recreation, greindi frá því í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live! á þriðjudag að hann hygðist gefa hluta af þóknun sinni til mannréttindasamtaka á borð við Human Rights Watch og Reporters Without Borders.

Enginn áhugi á fjárframlögum frá grínistunum

Eftir að Ansari tilkynnti þetta sendi Human Rights Watch frá sér yfirlýsingu, sem birt var á vefsíðu Variety á fimmtudag, þar sem kom fram að samtökin myndu ekki þiggja gjöfina og hefðu engan áhuga á að taka við fjárframlögum frá grínistum sem komu fram á hátíðinni í Ríad.

Í yfirlýsingunni segir Joey Shea, sérfræðingur í mannréttindamálum hjá HRW, að grínistarnir ættu þess í stað að nýta rödd sína til að krefjast lausnar sádi-arabískra aðgerðasinna sem sitja í fangelsi af pólitískum ástæðum.

Arvind Ganesan, yfirmaður deildar um efnahagslegt réttlæti hjá HRW, útskýrði að samtökin gætu ekki þegið fjármuni sem rekja mætti beint eða óbeint til sádi-arabískra yfirvalda, þar sem það myndi grafa undan sjálfstæði þeirra.

Kirson sér eftir þátttökunni

Grínistinn Jessica Kirson, sem einnig kom fram á hátíðinni, hefur lýst yfir áformum um að gefa alla sína þóknun til mannréttindasamtaka.

Hún sagði að hún hefði viljað sýna stuðning við hinsegin samfélagið í Sádi-Arabíu en bætti við að hún sæi eftir því að hafa tekið þátt í viðburði sem var skipulagður undir stjórn sádi-arabískra yfirvalda.

Strangar reglur 

Grínhátíðin í Ríad fór fram dagana 26. september til 9. október. Meðal þeirra sem stigu á svið voru Jimmy Carr, Louis C.K., Kevin Hart, Atsuko Okatsuka, Dave Chappelle og Pete Davidson, en hátt í 50 grínistar komu þar fram.

Þátttakendurnir þurftu að fylgja ströngum reglum og var þeim meðal annars bannað að flytja efni sem „gæti talist niðurlægjandi eða ærumeiðandi eða sem gæti valdið Sádi-Arabíu, konungsfjölskyldu landsins eða trúarbrögðum skömm, hneykslun eða vanvirðingu“.

Kollegar fordæma þátttökuna

Mannréttindasamtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt hátíðina og þá sem tróðu upp. Aðrir grínistar, þar á meðal David Cross, Shane Gillis og Mark Maron, hafa einnig látið í sér heyra.

Maron fór ekki mjúkum höndum um hátíðina í uppistandi sínu nýverið og sagði meðal annars:

„Frá fólkinu sem færði ykkur 11. september. Tvær vikur af hlátri í eyðimörkinni – ekki missa af því!“ sagði hann og bætti við:

„Sami maðurinn sem borgar ykkur er sá sami og borgaði mönnunum sem réðust á og myrtu Jamal Khashoggi. En ekki láta það stoppa grínið – þetta verður geggjað!“

View this post on Instagram

A post shared by Marc Maron (@marcmaron)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney