Leikkonan Diane Keaton skilur eftir sig auðæfi upp á 100 milljónir dala, eða rúma tólf milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Keaton lést 11. október, 79 ára að aldri. Hún var þekkt fyrir hlutverk sín í myndunum The Godfather, Father of the Bride og The First Wives Club. Hún var hins vegar einnig mikið í fasteignaviðskiptum og hafði gaman af að gera upp hús með sögu.
Hún hafði mikinn áhuga á arkitektúr og hönnun, sérstaklega hvað varðar spænska nýlendutímann, arkitektúr frá því seint á 19. öld og til byrjunar 20. aldar og miðaldastíl í nútímabúningi.
Keaton seldi fjölmargar eignir sem hún gerði upp til samstarfsfólks úr kvikmyndageiranum, þ.á.m 100 ára gamalt herrasetur sem hún keypti árið 2007 fyrir um átta milljónir dala. Þremur árum síðar seldi hún framleiðandanum Ryan Murphy eignina fyrir tíu milljónir dala.
Árið 2002 keypti hún heimili í Bel Air-hverfinu fyrir óuppgefna upphæð. Eftir viðgerðir fasteigninni seldi hún hana til stjórnanda í tæknigeiranum fyrir 16,5 milljónir dali.
Keaton keypti einnig fasteign á Laguna Beach fyrir 7,5 milljónir dala árið 2002 og seldi hana endurnýjaða tveimur árum síðar fyrir 12,75 milljónir dali.
Keaton gaf út hönnunarbókina The House That Pinterest Built árið 2017.
Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Vertu vakandi yfir breytingum.
Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Vertu vakandi yfir breytingum.
