81 árs og tætti upp dansgólfið í Miami

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. Ljósmynd/AFP

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, virðist vera búinn að ná sér eftir að hafa slasast í bílslysi í lok ágústmánaðar í New Hampshire.

Giuliani, sem er 81 árs, var meðal gesta í fimmtugsafmælisveislu fréttakonunnar Bianca de la Garza í Miami á laugardagskvöldið, þar sem hann tætti upp dansgólfið, klæddur í stíl við þema veislunnar sem var Miami Vice South Beach Chic.

Veislan fór fram á veitingastaðnum Nikki Beach Miami Beach.

Giuliani minnti einna helst á John Travolta í Saturday Night Fever í hvítum jakka og svartri skyrtu.

Að sögn viðstaddra var hann í miklu stuði og stillti sér upp fyrir ljósmyndara.

Giuliani var farþegi í bíl af tegundinni Ford Bronco sem ekið var aftan á í borginni Manchester í lok ágúst, að sögn lögreglunnar í borginni. Hann hlaut þá meiðsli í brjóstliðum og ýmsa skurði, auk þess sem hann slasaðist á vinstri handlegg og fótlegg. 

Rudy Giuliani var í miklu stuði.
Rudy Giuliani var í miklu stuði. Skjáskot/X
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Loka