Bandaríski leikarinn Alec Baldwin slapp heill á húfi eftir að hafa ekið Range Rover-bifreið eiginkonu sinnar, Hilariu Baldwin, á tré í East Hampton á mánudag. Með honum í bílnum var bróðir hans, Stephen Baldwin, og sluppu þeir báðir ómeiddir.
Samkvæmt Baldwin var orsök óhappsins risastór sorphirðubíll frá National Waste Services, sem hafði sveigt fyrir bíl hans. Til að forðast árekstur við sorphirðubílinn ók hann út af veginum og á tré við Montauk-hraðbrautina.
Myndir frá vettvangi hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs og sýna bæði Range Rover-bílinn og sorphirðubílinn eftir áreksturinn.
Í myndbandi sem hann birti á Instagram stuttu eftir óhappið útskýrði Baldwin atvikið og tók fram að hann væri „heill á húfi“ og að bróðir hans væri það einnig.
Hann þakkaði lögreglunni í East Hampton fyrir skjót viðbrögð og hrósaði sérstaklega lögreglumanni að nafni Gerken fyrir hjálp hans á vettvangi.
Baldwin notaði jafnframt tækifærið til að hrósa eiginkonu sinni, sem var send heim úr danskeppninni Dancing with the Stars í síðasta þætti.
„Hilaria, ég elska þig meira en allt. Ég er mjög stoltur af þér,“ sagði Baldwin.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
