Dreymir um að komast á forsíðu Vogue

Meghan Markle þegar hún var stödd í New York um …
Meghan Markle þegar hún var stödd í New York um liðna helgi. Skjáskot/Instagram

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, sást á tali við nýjan ritstjóra bandaríska Vogue, Chloe Malle, í New York-borg um liðna helgi, þar sem hún var ásamt eiginmanni sínum Harry Bretaprins. Markle og Harry eru búsett í Montecito í Kaliforníu.

Aðdáendur Markle eru vissir um að hún fái forsíðuviðtal í bráð. Orðrómur er á kreiki um að hún sé öll á „hreyfingu“ og leitist m.a. eftir einhvers konar „endurkomu“, en Markle hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðan hún giftist Harry Bretaprins 2018 og oftar en ekki á neikvæðan hátt.

Einnig fór nokkuð vel á með Malle og Markle á tískuvikunni í París. Þar var einnig Anna Wintour á sýningu Balenciaga sem Markle mætti einnig á. Um helgina var umfjöllun á Page Six um að Markle hefði „boðið sjálfri sér á sýninguna“, en samkvæmt hönnuði Balenciaga, Pierpaolo Piccioli, bað hún um að fá að vera viðstödd sýninguna.  

Markle á enn eftir forsíðu Vogue en hún var gestaritstjóri bresku útgáfu tímaritsins 2019. Eitthvað komst hún nú nálægt því að landa forsíðu í september 2022 en þáverandi ritstjóri Edward Enningful sagði að ómögulegt hefði verið að mæta kröfum Markle og teymis á hennar vegum.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
3
Sandra B. Clausen
4
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
3
Sandra B. Clausen
4
Steindór Ívarsson