„Einelti leiddi til þess að ég var send heim“

Hilaria Baldwin ásamt dansfélaga sínum, Gleb Savchenko, og einum af …
Hilaria Baldwin ásamt dansfélaga sínum, Gleb Savchenko, og einum af kynnum þáttanna, Julianne Hough. Skjáskot/Instagram

Eftir að hafa verið send heim úr síðasta þætti Dancing With the Stars hefur Hilaria Baldwin, 41 árs, opnað sig um reynslu sína í keppninni og gagnrýnina sem hún segist hafa orðið fyrir.

Í beinni útsendingu á Instagram þann 12. október sagði hún að netníð hefði spilað stóran þátt í því að hún og dansfélagi hennar, rússneski atvinnudansarinn Gleb Savchenko, voru send heim úr þættinum.

„Einelti leiddi til þess að ég var send heim. Það er alveg á hreinu,“ sagði hún meðal annars.

Samfélagslegt vandamál

Hilaria, sem er gift leikaranum Alec Baldwin og á með honum sjö börn á aldrinum tveggja til ellefu ára, ræddi málið einnig í hlaðvarpi þáttarins. Þar sagði hún að netníð væri orðið heljarinnar samfélagslegt vandamál og gagnrýndi sérstaklega óvild kvenna í garð annarra kvenna.

„Við sjáum ekki hvor aðra. Við gerum óvini hvor úr annarri. Og ég er að tala um aðrar konur. Ómennska kvenna í garð kvenna, við verðum að hætta þessu. Við munum aldrei komast neitt áfram,“ sagði hún.

„Það brýtur hjarta mitt“

Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins deildi Hilaria einnig myndbandi þar sem hún ræddi „mjög skipulagt og markvisst einelti“ sem hún sagðist hafa orðið fyrir á meðan þátttöku hennar í keppninni stóð.

Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum yfir því hversu rangar hugmyndir fólk hafði um hana.

„Það brýtur hjarta mitt,“ sagði hún. „Ég er ekkert af því neikvæða sem sumir segja.“

Að hennar sögn geta slíkar „hatursherferðir“ haft alvarleg áhrif á líf og geðheilsu fólks.

Þakklát þrátt fyrir allt

Þrátt fyrir erfiða reynslu segist Hilaria þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í keppninni og dansa á ný, ásamt Savchenko.

„Ég er svo þakklát fyrir þessa reynslu. Ég hélt aldrei að ég myndi dansa aftur,“ sagði hún og bætti við að hún hefði elskað að deila ferðalaginu með fjölskyldunni sinni.

Hilaria segir að hún muni áfram hvetja aðra keppendur og nýta reynsluna til að vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og á nauðsyn þess að sporna gegn netníði.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Loka