Bandaríski leikarinn Bryton James, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sápuóperunni The Young and the Restless og gamanþáttaröðinni Family Matters, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni Jahairu James eftir aðeins sjö mánaða hjónaband.
Slúðurvefurinn TMZ greindi fyrst frá tíðindunum.
Samkvæmt skjölum sem tímaritið People hefur undir höndum sótti James, 39 ára, formlega um skilnað í Los Angeles á mánudag. Í skjölunum kemur fram að hjónin hafi slitið samvistum í júní, þremur mánuðum eftir brúðkaupsdaginn. Þar segir einnig að ástæða skilnaðarins sé „óásættanlegur ágreiningur“.
Hjónin áttu engin börn saman og fer leikarinn fram á að hvorugt þeirra greiði hinu framfærslu. Hann óskar einnig eftir að Jahaira taki aftur upp sitt fyrra eftirnafn.
James hóf feril sinn sem Richie Crawford í Family Matters og hefur leikið í The Young and the Restless frá árinu 2004. Hann hefur hlotið tvenn Daytime Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum.
Áður var leikarinn kvæntur Ashley Leisinger frá 2011 til 2014. Hann átti einnig í nokkurra ára sambandi við leikkonuna Brytni Sarpy, sem hann kynntist á tökustað sápuóperunnar.
Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
