Eru þau byrjuð aftur saman?

Rob Kardashian og Blac Chyna.
Rob Kardashian og Blac Chyna. Samsett mynd/Youtube/Instagram

Fyrirsætan og rapparinn Blac Chyna, sem nú gengur undir nafninu Angela White, birti myndir af sér á Instagram í gær þar sem hún sat fyrir hvítklædd frá toppi til táar við Ferrari-bifreið. Hún merkti færsluna fyrrverandi unnusta sínum og barnsföður Robert Kardashian, sem líkaði síðan við færsluna.

„Þessi ást er eilíf,“ skrifaði Chyna við myndirnar.

Færsla Chyna hrundi af stað orðróm um að parið fyrrverandi væri byrjað aftur að hittast. 

Chyna, sem er 37 ára, og Rob, 38 ára, fara með sameiginlegt forræði yfir átta ára dóttur þeirra, Dream. Þau trúlofuðu sig 2016 eftir nokkuð sveiflukennt samband en slitu trúlofuninni ári síðar.

Seinna meir lagði Chyna fram meiðyrðakæru gegn móður Robs, Kris Jenner, og systrum hans, Kim, Khloe og Kylie, og krafðist 140 milljóna dala í bætur. Dómur var kveðinn Kardashian-fjölskyldunni í vil árið 2022.

Rob og Chyna hafa einnig háð forræðisdeilu fyrir dómstólum. Í febrúar 2020 var Chyna neitað um fullt forræði yfir dóttur þeirra. Aðeins mánuði áður en dómur var kveðinn upp fékk Chyna aðeins að hitta Dream undir ströngu eftirliti vegna meintrar eiturlyfjanotkunar.

Síðan þá virðist sambandið þeirra á milli hafa mildast og hefur Chyna sagt opinberlega að þau eigi í frábærum samskiptum varðandi dótturina.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney