Myndskeið sem áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, birti nýverið á TikTok-síðu sinni hefur vakið mikla athygli og hlotið harða gagnrýni frá netverjum.
Í myndskeiðinu er Gummi Emil ber að ofan á hestbaki, vopnaður skildi og sverði og með sólgleraugu. Honum virðist ganga illa að stjórna hestinum með taumnum; dýrið er greinilega órólegt og stressað, og endar myndskeiðið með því að hesturinn hendir honum af baki.
Myndbandið virðist tengjast nýju tónlistarmyndbandi Gumma Emils, sem hefur gefið út nokkur lög undir listamannsnafninu GEMIL.
Fjöldi netverja hefur tjáð sig um myndbandið og gagnrýnt framgöngu Gumma Emils harðlega.
„Oj, barasta, þetta er ekki í lagi,“ skrifar einn. Annar segir: „Aldrei koma nálægt hestum aftur, takk fyrir.“ Og þriðji bætir við: „Oj, bara! Þetta er ekki greyið dýrinu boðlegt!“
Nokkrir hafa jafnvel sagt að atvikið jaðri við dýraníð.
Hér má sjá umrætt myndskeið:
@gummiemil Við ríðum út🪓🏆⚔️ Tónlistarmyndband á spotify & insta & yt
♬ VÍKINGAR - GEMIL
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
/frimg/1/47/99/1479915.jpg)