Fjölmargar heimsþekktar leik- og söngkonur hafa valið að verða mæður um og yfir fertugt, eða á aldri sem læknisfræðin kallar advanced maternal age.
Sífellt fleiri konur í sviðsljósinu hafa ákveðið að bíða með barneignir; sumar vegna starfsferilsins, aðrar vegna þess að þær voru einfaldlega ekki tilbúnar til að takast á við þetta stóra hlutverk fyrr, og nokkrar vegna þess að þær glímdu við frjósemisvandamál og þurftu að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar.
Þrátt fyrir að hafa verið komnar yfir fertugt og jafnvel að nálgast fimmtugt hafa þessar konur sannað að móðurhlutverkið er ekki bundið aldri.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir nokkrar þekktar konur í Hollywood sem urðu mæður eftir fertugt, hvort sem það var að náttúrulegum orsökum eða með öðrum hætti.
Breska verðlaunaleikkonan er tveggja barna móðir. Hún eignaðist dóttur sína, Gaiu, í desember 1999 þegar hún var 40 ára gömul, eftir nokkrar tilraunir með glasafrjóvgun.
Nokkrum árum síðar, árið 2003, ættleiddu hún og eiginmaður hennar, leikarinn Greg Wise, son frá Rúanda.
Bandaríska söngkonan Janet Jackson var fimmtug þegar hún eignaðist son sinn, Eissa Al Mana, með þáverandi eiginmanni sínum, Wissam Al Mana, árið 2017. Drengurinn er eina barn Jackson.
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell á tvö börn sem hún eignaðist með hjálp staðgöngumóður. Dóttir hennar kom í heiminn í maí 2021 þegar Campbell var 51 árs, og sonur hennar fæddist í júní 2023.
Campbell hefur haldið börnunum sínum utan sviðsljóssins og hvorki greint frá nöfnum þeirra né birt myndir af þeim á samfélagsmiðlum.
Leikkonan Geena Davis á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, lýtalækninum Reza Jarrahy. Hún varð móðir í fyrsta sinn 46 ára þegar dóttir hennar kom í heiminn, og tveimur árum síðar, 48 ára, eignaðist hún tvíburadrengi.
Leikkonan Laura Linney varð móðir í fyrsta sinn 49 ára gömul þegar hún eignaðist son sinn, Bennett Armistead, árið 2014 með eiginmanni sínum, Marc Schauer. Hún hélt meðgöngunni leyndri og hefur síðan haldið syni sínum frá sviðsljósinu.
Leikkonan Halle Berry varð móðir í fyrsta sinn 41 árs þegar hún eignaðist dóttur sína, Nöhlu, árið 2008. Fimm árum síðar, þá 47 ára gömul, eignaðist hún son sinn, Maceo.
Óskarsverðlaunaleikkonan Hilary Swank eignaðist tvíbura, dreng og stúlku, í apríl 2023, 48 ára gömul. Hún hafði látið frysta eggin sín þegar hún var 37 ára og hefur rætt opinberlega um frjósemisvandamál, þó hún hafi aldrei staðfest að hafa gengist undir tæknifrjóvgun.
Bandaríska leikkonan Sandra Bullock var 45 ára þegar hún ættleiddi son sinn, Louis, árið 2010. Fimm árum síðar, nýorðin fimmtug, ættleiddi hún dóttur sína, Lailu.
Fyrrverandi leikkonan Eva Mendes á tvær dætur með sambýlismanni sínum, leikaranum Ryan Gosling. Hún eignaðist fyrstu dóttur sína fertug og tveimur árum síðar fæddi hún aðra dóttur þeirra.
Mendes lagði leiklistina á hilluna til að sinna börnum sínum og gaf á síðasta ári út sína fyrstu barnabók.
Spunadrottningin og leikkonan Kristen Wiig var 46 ára þegar hún varð móðir. Hún og eiginmaður hennar, Avi Rothman, eignuðust tvíbura með hjálp staðgöngumóður í janúar 2020.