Ace Frehley látinn eftir vinnuslys

Ace Frehley var einn stofnenda rokksveitarinnar KISS.
Ace Frehley var einn stofnenda rokksveitarinnar KISS. AFP/Hannah Foslien

Ace Frehley, gítarleikari og einn stofnenda rokksveitarinnar KISS, er látinn 74 ára að aldri.

Frehley lést af völdum meiðsla sem hann hlaut þegar hann féll í upptökuveri sínu í síðasta mánuði að sögn fjölskyldu hans.

Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að hann hafi látist í faðmi nákominna.

„Við erum niðurbrotin og harmi slegin. Hann var hlýr, húmoristi og ótrúlega sterkur maður sem skilur eftir sig ómetanlegar minningar. Missirinn er gífurlegur og erfitt að átta sig á honum – minning Ace mun lifa áfram,“ segir í tilkynningunni.

Hlaut heilablæðingu eftir slysið

Frehley var fluttur á sjúkrahús eftir slysið í september og lá þar í nokkrar vikur, en hann hlaut alvarlega heilablæðingu.

Í kjölfarið þurfti að aflýsa tónleikum hans og hætta við tónleikaferð sem hann ætlaði í á árin.

Einn stofnenda KISS

Paul Daniel Frehley, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í New York árið 1951. Hann stofnaði KISS árið 1973 ásamt Pauli Stanley, Gene Simmons og Peter Criss.

Sveitin varð fljótt heimsþekkt fyrir sviðsframkomu sína, svartan og hvítan andlitsfarða og leðurbúninga, þar sem hver liðsmaður tók sér sitt persónueinkenni, Frehley sem Space Ace, Stanley sem Starchild, Simmons sem Demon og Criss sem Catman.

Frehley yfirgaf KISS árið 1982 til að einbeita sér að sólóferli sínum en sneri aftur þegar upprunalegir liðsmenn fóru í tónleikaferðalag árið 1996.

Ferill hans spannaði meira en fimm áratugi og hann er talinn einn áhrifamesti gítarleikari rokksögunnar.

Hér að neðan má sjá myndband með eftirminnilegustu gítarsólóum Frehleys sem og tónlistarmyndband við lagið Talk to Me með KISS.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney