Hinn Efron-bróðirinn heillar heiminn

Dylan Efron er yngri bróðir Zac Efron.
Dylan Efron er yngri bróðir Zac Efron. Samsett mynd

Dylan Efron, 33 ára sjónvarpsstjarna og bróðir leikarans Zac Efron, hefur á síðustu mánuðum vakið mikla athygli í Hollywood og sýnt að hann er ekkert síðra sjarmatröll en bróðir sinn.

Hann stóð uppi sem sigurvegari í raunveruleikaþáttunum The Traitors fyrr á árinu og heillar nú áhorfendur með danshæfileikum sínum í Dancing With the Stars.

Dansaði við litlu systur sína

Í síðasta þætti af Dancing With the Stars, sem bar titilinn Dedication Night, þar sem keppendur tileinka dans ein­hverj­um sér kærum, steig hann á dansgólfið með fimm ára hálfsystur sinni, Oliviu.

Saman fluttu þau, ásamt atvinnudansaranum Daniellu Karagach, atriði sem vakti mikla hrifningu og sló í gegn hjá dómurum og aðdáendum þáttanna, en margir hafa hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum.

Dansinn var tileinkaður Zac Efron og fluttur við lag úr kvikmyndinni The Greatest Showman, þar sem Zac fer með eitt aðalhlutverkanna.

Áhorfendur í sal hrósuðu Dylan í hástert fyrir tilfinningaríka og fallega frammistöðu og netverjar halda ekki vatni yfir hjartnæmum dansi systkinanna ef marka má færslur. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Loka