Trúlofuð þremur árum eftir framhjáhaldsskandal

Amy Robach og T.J. Holmes.
Amy Robach og T.J. Holmes. Samsett mynd

Fyrrverandi þáttastjórnendur bandaríska morgunþáttarins Good Morning America, Amy Robach og T.J. Holmes, hafa trúlofað sig, rúmum þremur árum eftir að upp komst um ástarsamband þeirra.

Í kjölfar hneykslisins var þeim báðum sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöðinni ABC.

Robach og Holmes, sem nú halda úti hlaðvarpsþættinum Amy & T.J., greindu frá gleðitíðindunum í nýjasta þætti sínum.

„Við viljum deila því með ykkur öllum að við erum trúlofuð,“ sagði Amy í þættinum sem fór í loftið 14. október. „Við höfum í raun verið trúlofuð í um það bil mánuð.“

Holmes bætti við að þau hefðu ákveðið að tilkynna trúlofunina í eigin hlaðvarpi „svo það gæti verið á þeirra forsendum“, eitthvað sem þeim gafst ekki tækifæri til þegar samband þeirra komst fyrst í hámæli árið 2022, eftir að þau voru mynduð kyssast á götu í New York.

„Við vildum láta ykkur öll vita áður en nokkur annar gæti gert það,“ sagði Holmes.

Þegar fréttirnar af framhjáhaldinu komu fyrst upp árið 2022 voru bæði Robach og Holmes gift öðrum.

Fyrrverandi makar þeirra, Andrew Shue og Marilee Fiebig, hafa hins vegar einnig fundið ástina á ný og það hjá hvoru öðru.

Leikarinn Shue, sem áður var kvæntur Robach, og Fiebig, sem var gift Holmes, eiga nú í sambandi. Eru þau sögð hafa fundið sameiginleg tengsl í gegnum upplifun sína af framhjáhaldi makanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Loka