Bandaríska leikkonan Sarah Paulson táraðist þegar hún var spurð út í andlát vinkonu sinnar Diane Keaton, sem lést 11. október síðastliðinn, 79 ára að aldri, af völdum lungnabólgu.
Paulson, 50 ára, var viðstödd frumsýningu þáttaraðarinnar All’s Fair í Los Angeles í gærkvöld þegar fréttamaður Access Hollywood náði tali af henni á rauða dreglinum.
„Þetta er ekki eitthvað sem ég get talað um enn þá,“ sagði leikkonan með tárin í augunum og bætti við: „En allt sem ég get sagt, sem er mikilvægt fyrir mig að koma á framfæri, er að það sem þú hélst að hún væri sem listamaður var hún enn stórkostlegri sem manneskja.“
Hún bætti við að hún væri „heppnasta manneskja í heimi að hafa haft [Keaton] í lífi sínu á þann hátt sem [hún] gerði.“
Leikkonurnar kynntust árið 1999 við tökur á kvikmyndinni The Other Sister og tókst strax mikill vinskapur með þeim. Paulson sást meðal annars yfirgefa heimili Keaton í tárum daginn sem hún lést.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
