Fer ófögrum orðum um Britney Spears í nýrri bók

Kevin Federline og Britney Spears þegar þau mættu til Grammy-teitis …
Kevin Federline og Britney Spears þegar þau mættu til Grammy-teitis í Los Angeles 8. febrúar 2006. CHRIS PIZZELLO/Reuters

Í endurminningabók dansarans Kevin Federline fer hann ófögrum orðum um fyrrverandi eiginkonu sína, söngkonuna Britney Spears. Í bókinni kemur m.a. fram að systir söngkonunnar, Jamie Lynn, hafi þakkað honum og eiginkonu hans, Victoriu Prince, fyrir að ala upp drengina þeirra Spears.

Bókin, sem ber nafnið You Thought You Knew, kemur út 21. október og þar segir einnig að systir söngkonunnar sé enn í sambandi við eiginkonu hans. 

Federline og Spears voru gift á árunum 2004-2007 og eignuðust saman drengina Sean Preston, 20 ára, og Jayden James, 19 ára. Heimurinn fór svo á hliðina 2008 þegar Spears fékk taugaáfall og rakaði af sér hárið. Í kjölfarið fékk Federline fullt forræði yfir drengjunum og Spears fékk einungis rétt til heimsókna undir eftirliti.

Kevin Federline hefur grætt á tá og fingri á söngkonunni …
Kevin Federline hefur grætt á tá og fingri á söngkonunni í gegnum tíðina. Skjáskot/Youtube

Örvæntingarfullur Federline

Federline gengur svo langt í bókinni að deila meintum skilaboðum frá systur Spears þar sem hún tjáir sig um veikindi söngkonunnar og hve mikið hún vorkenni drengjunum hennar. Þá á hún einnig að hafa tjáð sig um að Spears hafi verið ófær um alla ábyrgð.

Ekki nóg með að birta skilaboðasendingar systur Spears heldur skrifar Federline einnig um meinta misnotkun söngkonunnar á alkóhóli og lyfjum. Hann segir syni sína hafa vitnað um að hafa stundum vaknað upp á nóttunni og séð móður þeirra standa í dyragættinni með hníf í hendi. 

Spears hefur brugðist við bókinni með skrifum á samfélagsmiðlinum X og sagt m.a. að stöðug gaslýsing eiginmannsins fyrrverandi sé mjög þreytandi. Talsmaður söngkonunnar hefur einnig brugðist við útgáfu bókarinnar og sagt að nú þegar fjárhagslegur stuðningur er úti vegna aldurs drengjanna þá hafi Federline tekið upp á að gefa út bókina og sé þannig, enn og aftur, að reyna að hagnast á Spears og sambandi sínu við hana.

Page Six

NY Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur átt von á spennu í samskiptum þínum og náins vinar. Láttu ekkert trufla þessa góðu ákvörðun sem þú hefur tekið
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur átt von á spennu í samskiptum þínum og náins vinar. Láttu ekkert trufla þessa góðu ákvörðun sem þú hefur tekið
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson