Kjóllinn sýndi allt og meira til

Amelia Gray Hamlin.
Amelia Gray Hamlin. Samsett mynd

Allra augu beindust að bandarísku fyrirsætunni Ameliu Gray Hamlin þegar hún gekk tískupallinn á glæsilegri tískusýningu undirfatarisans Victoria’s Secret í New York á miðvikudagskvöldið.

Hamlin, sem er dóttir leikarahjónanna Lisu Rinna og Harry Hamlin, klæddist glitrandi, gegnsæjum kjól sem náði rétt niður á læri og var með síðum ermum. Kjóllinn var opinn í bakið og niður yfir rassinn, sem vakti, eins og við mátti búast, mikla athygli meðal áhorfenda.

Fyrirsætan, sem er 24 ára, klæddist eldrauðum þveng undir kjólnum og notaði svokallaðar nipple covers til að hylja geirvörturnar. Þetta var í fyrsta sinn sem Hamlin gekk tískupallinn fyrir Victoria’s Secret og vakti hún mikla athygli fyrir glæsileika og sjálfsöryggi.

Móðir hennar, Lisa Rinna, var að vonum stolt og birti færslu á Instagram þar sem hún skrifaði:

„Klöppum fyrir bakhlið kjólsins! Amelia Gray sló í gegn.“

Tískusýningin var hin glæsilegasta og var engu til sparað. Meðal þeirra sem gengu tískupallinn, klæddar eggjandi undirfötum, voru Bella Hadid, Jasmine Tookes, Candice Swanepoel, Emily Ratajkowski og Gigi Hadid.

View this post on Instagram

A post shared by L I S A R I N N A (@lisarinna)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney