Leikskáldið, leikarinn og tónlistarmaðurinn Lin-Manuel Miranda fer fögrum orðum um íslensku djasssöngkonuna Laufeyju Lín Bing Jónsdóttur í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.
Miranda, maðurinn á bak við söngleiki á borð við Hamilton og In The Heights, steig á svið með Laufeyju á tónleikum hennar í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi.
Í færslu sinni skrifaði hann:
„Laufey er fjölhæf, ótrúlega hæfileikarík og einstök. Það var mikill heiður að hún skyldi bjóða mér að koma með sér á svið í New York. Er það ekki tilfinningin að Laufey geti bara gert hvað sem hún vill, og þótt hún sé búin að gefa út þrjár plötur þá erum við samt bara rétt að sjá upphafið á ferli hennar?
Henni eru engin takmörk sett – þetta er aðeins tímaspursmál,“ skrifaði hann við myndaröð á Instagram.
Miranda er ekki eina stórstjarnan sem hefur farið fögrum orðum um hæfileika og útgeislun Laufeyjar. Sarah Jessica Parker, Elton John og Billy Joel eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa lýst yfir aðdáun á söngkonunni.
View this post on Instagram
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
