Rúrik valinn rísandi stjarna ársins

Rúrik með verðlaunagripinn.
Rúrik með verðlaunagripinn. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, var valinn rísandi stjarna ársins (Shooting Star Actor of the Year) á Vienna Awards, sem fram fóru í Vínarborg á miðvikudagskvöldið.

Vienna Awards er árleg, alþjóðleg verðlaunahátíð sem haldin er í Vínarborg í Austurríki. Á hátíðinni eru einstaklingar og fyrirtæki heiðruð fyrir framúrskarandi árangur í tísku, listum, kvikmyndum og afþreyingu á alþjóðavettvangi.

Auk Rúriks voru nokkur þekkt nöfn heiðruð á hátíðinni í ár. Þýski hönnuðurinn Kilian Kerner hlaut titilinn International Fashion Designer of the Year, Luise Reichert frá Austurríki var valin Photographer of the Year, og Serena Goldenbaum frá Þýskalandi hlaut viðurkenninguna Hair & Make-up Artist of the Year. Þá var tónlistarkonan Leony útnefnd Music Idol of the Year.

Rúrik, sem hefur verið á sannkallaðri sigurför um heiminn síðustu ár, greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni í gær. Þar birti hann myndir af sér með verðlaunagripinn og myndskeið frá hátíðinni.

„Rísandi stjarna ársins!

Ég er enn að meðtaka þetta. Ótrúlega þakklátur fyrir þessa stund og fyrir alla sem hafa verið hluti af ferðalaginu hingað til þið vitið hver þið eruð.

Kærar þakkir @vienna.awards fyrir þessa viðurkenningu!” skrifaði Rúrik við færsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
3
Sandra B. Clausen
4
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
3
Sandra B. Clausen
4
Steindór Ívarsson