Þekkt fyrirsæta stungin til bana

Pamela Genini.
Pamela Genini. Skjáskot/Instagram

Ítalska fyrirsætan Pamela Genini, 29 ára, var stungin til bana af fyrrverandi kærasta sínum Gianluca Soncin, 52 ára, á svölum íbúðar í Mílanó síðastliðinn þriðjudag.

Að því er fram kemur í ítölskum fjölmiðlum, þar á meðal Il Fatto Quotidiano, Il Giorno og ANSA, er talið að Soncin hafi stungið Genini 24 sinnum áður en hann reyndi að svipta sig lífi.

Að sögn vitna heyrðust hávær öskur úr íbúðinni og reyndu nágrannar að brjótast inn til að koma henni til aðstoðar áður en lögreglan kom á vettvang. Þegar lögreglumenn brutust inn fannst Genini illa slösuð og lést hún stuttu síðar af sárum sínum.

Ákærður fyrir manndráp

Soncin liggur nú á sjúkrahúsi í Mílanó en er ekki í lífshættu. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp að yfirlögðu ráði.

Samkvæmt saksóknara málsins, Alessiu Menegazzo, bendir rannsókn til þess að hann hafi setið um Genini og að hún hafi áður sætt bæði hótunum og ofbeldi af hans hálfu.

Áttu í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi 

Genini var vinsæl fyrirsæta í Mílanó og sat fyrir í auglýsingaherferðum fyrir þekkt tískuhús. Hún var einnig meðstofnandi sundfatamerkisins SheLux og rak fasteignasölu sem sérhæfði sig í sölu á lúxuseignum. Hún tók jafnframt þátt í ítalska raunveruleikaþættinum The Island of Adam & Eve.

Genini hafði verið í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi með Soncin, efnuðum ítölskum viðskiptamanni, í rúmt ár fyrir morðið.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson