Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Bradley Cooper hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að myndskeið sem E! News birti af honum á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Is This Thing On? fór á flug á samfélagsmiðlum.
Ástæðan? Gjörbreytt útlit Coopers.
Aðdáendur, áhrifavaldar og lýtalæknar hafa deilt myndskeiðum og velt fyrir sér hvort hinn fimmtugi leikari hafi gengist undir fegrunaraðgerðir. „Ég þekki hann varla,“ skrifaði einn notandi á X, á meðan annar bætti við: „Það er eitthvað öðruvísi við augun hans.“
Bandaríski grínistinn og samfélagsmiðlastjarnan Heather Shaw er meðal þeirra sem tjáðu sig um Cooper og sagði hún að leikarinn væri orðinn aðeins of líkur tónlistarmanninum Barry Manilow.
Í myndskeiðinu, sem hún nefndi Bring Bradley Back, segir Shaw að Cooper sé orðinn „of sléttur í framan“.
Lýtalæknirinn Dr. Jonny Betteridge birti einnig myndskeið þar sem hann fór yfir þær breytingar sem hann segir hafa orðið á andliti leikarans og útskýrði hvaða aðgerðir Cooper gæti hafa gengist undir.
Að hans mati hefur Cooper gengist undir augnaplastík (blepharoplasty) – aðgerð þar sem fita og umframhúð er fjarlægð í kringum augun – auk andlits- og hálslyftingar, bótox-meðferða og húðþéttingar til að draga úr slappleika húðarinnar.
Á sama tíma hafa margir bent á að fleiri stjörnur virðast hafa tekið breytingum upp á síðkastið, eins og Anne Hathaway, Emma Stone og Emily Blunt, og segja margir að þetta sýni bara hve mikill þrýstingur sé á frægu fólki að halda sér unglegu í Hollywood.
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
