Heidi Klum: Verður bara flottari eftir því sem hún eldist

Ofurfyrirsætan Heidi Klum núna og þegar hún var að stíga …
Ofurfyrirsætan Heidi Klum núna og þegar hún var að stíga fyrstu skrefin í bransanum. Samsett mynd/Instagram/Youtube

Þýska ofurfyrirsætan og viðskiptakonan Heidi Klum getur örugglega fengið ýmislegt annað til að rísa en hárin á handleggjunum. Hún var fyrsta þýska fyrirsætan til að verða einn af englum undirfatakeðjunnar Victoria's Secret, sem þótti ansi flott á tíunda áratugnum.

Árið 2022 birtist grein í tímaritinu Marie Claire sem sagði að breski söngvarinn, höfundurinn og plötuframleiðandinn Seal Henry Olusegun Olumide Adeola Samuel, eða einfaldlega Seal, hefði opnað sig í viðtölum eftir skilnaðinn við ofurfyrirsætuna. 

Mynd frá 20. september 2009 af Heidi Klum og tónlistarmanninum …
Mynd frá 20. september 2009 af Heidi Klum og tónlistarmanninum í Seal þegar þau mættu til Emmy-verðlaunanna í Los Angeles. ROBYN BECK/AFP

Hann kom m.a. fram í spjallþætti Ellen DeGeneres 2012, með giftingarhringinn, og þegar hann var spurður út í ástæðu þess að hann bæri enn hringinn sagði hann það undirstrika hvað honum fyndist um Klum.  

Eftir árangursríkan feril sem fyrirsæta tók hún að sér að vera þáttastjórnandi Germany's Next Topmodel og raunveruleikaþáttarins Project Runway og hlaut hún Emmy-verðlaun 2008 fyrir vikið. Hún var einnig verðlaunuð árið 2013 fyrir framúrskarandi frammistöðu sem þáttastjórnandi raunveruleikaþáttar.

Klum er verðlaunaður sjónvarpsþáttastjórnandi. Hér á lokakvöldi Project Runway-þáttanna 25. …
Klum er verðlaunaður sjónvarpsþáttastjórnandi. Hér á lokakvöldi Project Runway-þáttanna 25. september. Skjáskot/Instagram
Klum sem táningur.
Klum sem táningur. Skjáskot/Youtube

Dökkhærða ljóskan

Klum er fædd 1. júní 1973 í Bergisch Gladbach, sem er nálægt Köln í Þýskalandi. Móðir hennar, Erna Klum, var hárgreiðslukona og faðir hennar, Günther Klum, var stjórnandi í snyrtivörufyrirtæki. 

Ferill Klum byrjaði í módelkeppninni Model 92. Af 25.000 keppendum sigraði hún keppnina í apríl 1992. Í kjölfarið bauðst henni módelsamningur við umboðsskrifstofuna Metropolitan Models í New York, samningur sem hljóðaði upp á 300.000 dali.

Margir tengja Klum við ljósa lokka en hún er dökkhærð …
Margir tengja Klum við ljósa lokka en hún er dökkhærð frá náttúrunnar hendi. Skjáskot/Instagram

Klum er ekki náttúrulega ljóshærð. Hún er nær óþekkjanleg á myndum frá því hún var unglingur, með mottu af brúnu, liðuðu hári og síðan topp. „Ég er ekki skilgreind út frá hárinu en ég held vissulega að fólk þekki mig sem og tengi mig við að vera ljóshærð,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Harper's Bazaar 3. mars 2020.

Ofurfyrirsætan varð hvað þekktust fyrir að sitja fyrir á baðfötum fyrir sundfatamerkið Sports Illustrated og einnig fyrir að vera einn af áðurnefndum englum undirfatakeðjunnar Victoria's Secret.

Klum hefur sagst opinberlega elska að afklæða sig.
Klum hefur sagst opinberlega elska að afklæða sig. Skjáskot/Instagram
Seal og Klum upp á sitt besta í sambandinu.
Seal og Klum upp á sitt besta í sambandinu. Skjáskot/Youtube

Ástin entist ekki að eilífu

Árið 2004 hitti Klum breska tónlistarmanninn Seal. Þau giftu sig árið 2005 í einkaathöfn í Nýju-Mexíkó. Þau eignuðust þrjú börn saman: soninn Henry, í september 2005, soninn Jonah árið á eftir og dótturina Lou árið 2009. 

Klum átti fyrir dótturina Leni Klum sem hún eignaðist með stjórnanda Formúlu 1-teymis Renault, Flavio Briatore, en þau hættu saman áður en Leni kom í heiminn. Hún var einmitt ólétt að Leni þegar hún fór að vera með Seal.

Klum ásamt börnum sínum Henry, Leni, Jonah og Lou.
Klum ásamt börnum sínum Henry, Leni, Jonah og Lou. Skjáskot/Instagram
Klum setti fallega færsu á Instagram í tilefni af 16 …
Klum setti fallega færsu á Instagram í tilefni af 16 ára afmæli dóttur sinnar, Lou, með myndum af henni frá því hún var lítil stúlka. Skjáskot/Instagram

Í viðtali við Sunday Times sagðist Klum halda að þau Seal hefðu gift sig alls átta sinnum, en þau voru stöðugt að endurnýja heitin í von um að halda neistanum, sem gekk greinilega ekki upp.

Árið 2012 kom að því óumflýjanlega; Klum sótti um skilnað og skildi heiminn eftir agndofa – eða réttara sagt þá sem fylgst höfðu með stjörnuparinu í fjölmiðlum. Tveimur árum síðar var skilnaðurinn genginn í gegn. Ástæða skilnaðarins hefur aldrei komið almennilega í ljós, fyrir utan að þau sögðust einfaldlega hafa vaxið í sundur og hafa þau haldið vináttunni í gegnum sameiginlegt uppeldi barnanna. Hins vegar voru uppi getgátur um að Seal ætti „erfitt með að stjórna skapi sínu“.

Í maí 2018 fóru að birtast myndir á Instagram af Klum og gítarleikara þýsku popp- og rokksveitarinnar Tokio Hotel, Tom Kaulitz, á svipuðum tíma og þau mættu saman á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Klum og Kaulitz giftu sig í febrúar 2019 og eru enn saman enn þann dag í dag.

Tom Kaulitz og Klum virðast ástfangin upp fyrir haus.
Tom Kaulitz og Klum virðast ástfangin upp fyrir haus. Skjáskot/Instagram
Klum sagði eitt skipti í viðtali að loksins hefði hún …
Klum sagði eitt skipti í viðtali að loksins hefði hún eignast þýskan mann. Skjáskot/Instagram

Gagnrýnd innan bransans

Hin heimsfræga Klum hefur ekki látið barneignir eða uppeldi aftra sér í að halda nafninu lifandi innan tísku- og fjölmiðlaheimsins. Hún hefur alltaf verið stórglæsileg og virðist bara verða flottari eftir því sem hún eldist. 

Klum, sem er hvað þekktust fyrir kroppamyndir, hefur viðurkennt að hún elski að fækka fötum og að sjálf hafi hún alist upp í kringum fólk sem var mikið fyrir að sýna nekt. Hún hefur prýtt forsíður franska, þýska, portúgalska og spænska Vogue, ásamt tímaritunum Elle, InStyle, Marie Claire, Glamour og Harper's Bazaar. Hún hefur í gegnum tíðina verið minna „Chanel og Dior“ líkt og stöllur hennar og unnið meira með aðgengilegri vörumerkjum á borð við Bobbi Brown, H&m o.s.frv., sem hefur ekki gert hana síður vinsæla. Þá hefur hún einnig komið fram í sjónvarpsauglýsingum fyrir McDonald's.

Ofurfyrirsætan sat einnig fyrir í fjölda verka árin 1997-2010 á vegum förðunarfræðingsins og líkamsmálarans Joanne Gair.

Einhverjar eðlur í bransanum sögðu tískupallana ekki vera fyrir Klum. Árið 2009 voru Karl Lagerfield og þýski hönnuðurinn Wolfgang Joop sammála um að hún væri of þung og brjóstgóð til að ganga tískupallana ... Það er vandlifað!

Í spjallþætti Jimmys Fallon, The Tonight Show, í ágúst.
Í spjallþætti Jimmys Fallon, The Tonight Show, í ágúst. Skjáskot/Instagram

Verður bara flottari

Árið 2010 yfirgaf Klum Victoria's Secret, sama ár og hún hóf samstarf við snyrtivörumerkið Astor, og 2011 var hún í öðru sæti á lista Forbes yfir tekjuhæstu fyrirsætur heims 2010-2011, með áætlaðar tekjur upp á 20 milljónir dala.

Eftir að hún fór frá englunum var sagt að hún hefði hallast meira í áttina að verða viðskiptakona. 

Klum hannaði fatalínu fyrir þýska katalóginn Otto. Hún hannaði einnig skó fyrir Birkenstock, skartgripi fyrir Mouawad, fatalínu fyrir Jordache og auðvitað baðföt, fyrir Sports Illustrated. Klum á tvö ilmvötn: Heidi Klum og Me. Hún tók þátt í að hanna förðunarvörur fyrir Victoria's Secret. Þá hefur hún einnig hannað tvær línur fyrir meðgöngufatnað, svo fátt eitt sé nefnt.

Mæðgurnar Heidi og Leni Klum hafa setið fyrir saman á …
Mæðgurnar Heidi og Leni Klum hafa setið fyrir saman á myndum. Skjáskot/Instagram

Í júní 2024 birtist grein í tímaritinu Marie Claire yfir táknrænustu fyrirsætur heims og vitaskuld var Klum á þeim lista. Hún er enn að og er hægt að fylgjast með ævintýrunum á Instagram-síðunni hennar.

Til dagsins í dag hefur Klum haldið áfram að sitja fyrir á bað- og undirfötum, jafnvel ásamt Leni dóttur sinni fyrir ítalska merkið Intimissimi, eitthvað sem hún var úthrópuð fyrir árið 2024 líkt og fram kom í Daily Mail. Hún lét það ekki á sig fá og sat fyrir, ásamt dóttur sinni, á nýjum myndum á þessu ári. 

Það eina sem hægt er að segja er: Áfram Heidi! 

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir