Sjáðu stórleik Guðlaugs Þórs

Sam­fé­lags­miðlar ís­lensks stjórn­mála­fólks eru alltaf und­ir smá­sjá og því sem þar fer fram gert skil með reglu­bundn­um og skemmti­leg­um hætti í Spurs­mál­um. Yf­ir­ferðina má í heild sinni sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði eða í rituðu máli hér að neðan.

Fönn, fönn, fönn, fönn íslensk fönn

Vetur konungur kom „right on time“ og í öllu sínu veldi í vikunni. Enda var fyrsti vetrardagur síðastliðinn laugardag. Auðvitað þurftum við að fá smá „reality check“ frá veðurguðunum svo félag sumardekkjaeigenda gæti haldið sinn árlega ársfund í miðri Ártúnsbrekkunni eða á einhverjum álíka óheppilegum stað.

Jæja, það er er bara upp, upp og áfram krakkar mínir - vonandi var þetta bara svona óvart allur snjórinn og svo verður ekkert meir. Það væri geggjað! Bara bongó blíða allan ársins á klakanum. Þá gætum við sko bara eiginlega alveg hætt að spá í Evrópusambandið. Hafið samt spáð í því hvað íslenska veðrið og íslensk stjórnmál eiga margt sameiginlegt? Já, ég skil þetta bara eftir hjá ykkur, þið pælið í þessu.

Guðlaugur Þór Þórðarson fór með stórleik í nýju myndskeiði á …
Guðlaugur Þór Þórðarson fór með stórleik í nýju myndskeiði á samfélagsmiðlum Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Halla Hrund og Spori á Þingvöllum 

En íslenskasti Íslendingurinn, Halla Hrund, skellti sér á Þingvelli í vetrardýrðinni í vikunni og þar upplifði Spori, hundurinn hennar, snjóinn í fyrsta skipti. Sjá hvað þau eru sæt í þessu Þingvallaknúsi.

Inga Sæland „live“ á Insta

Inga amma klikkaði sko ekki á „live“-spjalli þegar hún var á leið til vinnu þriðjudagsmorgun eftir að óvart öllum snjónum hafði kyngt niður við misgóðar undirtektir almennings. Ingu er auðvitað annt um fólk svo hún fann sig knúna til að upplýsa almenning um stöðu mála og við kunnum henni ævinlegar þakkir fyrir. Svo dýrkum við líka þessi miðaldra „live“-spjöll hennar Ingu, þau eru svo einlæg og skemmtileg. En haldið þið kannski að hún nenni ekki að tala við bílstjórann sinn og finnist kannski bara svona ótrúlega vandræðalegt að vera í þögninni með honum og þess vegna grípi hún alltaf til þess ráðs að vera „live“ í bílnum. Það er spurning!

Snjókerlingarnar tvær

Hanna Kata og Obba létu snjó og kulda sko ekkert á sig fá og reyndu bara eitthvað stæla ísdrottningarnar Önnu og Elsu úr Frozen - alveg ískaldar! Sæt mynd af þeim snjókerlingunum. Nei, ég sagði ekki snjótittlingunum. Snjókerlingunum sagði ég - hvað er eiginlega að þessari tölvu?

Deildi dansandi norðurljósamyndum

Talandi um ísdrottningar. Hin eina sanna ísdrottning Íslands, Guðrún Hafsteins, deildi æðislegum norðurljósamyndum á Instagram á dögunum. Vá, maður fær bara kjúklingahúð með bernais þetta er svo fallegt. Dííííjók. Ekkert eðlilega hversdagslegt og „boring“.

Snjóþunginn beit ekkert á Sönnu

Hvað er með hjarðhegðun okkar Íslendinga? Af hverju þurfa alltaf allir að pósta myndum af snjó þegar við sjáum það með okkar eigin augum að það er snjór úti og það vita allir af því? Kræst sko, hvað heldur þetta lið að það sé? Fyrsturmeðfréttirnar.is er lén sem ekki er til lengur. En Sanna var ánægð með vetrarfærðina í borginni - já, já, já, allt í blóma hjá borginni alltaf. Sönnu væri líklega aðeins hlýrra í blessaðri borgarlínunni sem brátt lítur dagsins ljós, já nú eða ekki, miðað við ævintýra- og háskaferðir sem Strætó bauð upp á í tilefni af smá snjó. Strætó er sko heiðursmeðlimur í félagi sumardekkjaeigenda.

„Day in my life“ með Ásu Berglindi

Ása Berglind er þekkt fyrir lítið annað en að sjá og vera þakklát fyrir litlu hlutina í lífinu. Hún tók snjódaginn mikla alla leið, bjó til snjókarl, fór út að renna, mokaði heimreiðina, drakk heitt kakó, kveikti á kerti, fór undir teppi og horfði á himininn dansa norðurljósadans. Þetta kallar maður að njóta hversdagsleikans í drasl!

Bryndís í góðum málum 

Bryndís Haralds þurfti ekki að hafa áhyggjur af snjóbyl og brasi, nei nei heldur var hún bara eitthvað að dandalast í Svíþjóð í gallajakka einum klæða á meðan við samlandar hennar fengum aldeilis að ströggla.

Bílakall í nýjum frakka fer með ljóðalestur í Svíþjóð

Jón Gnarr var líka staddur í Svíþjóð eins og nánast öll þinghjörðin. En hann nýtti sér hringrásarhagkerfið og keypti sér nýjan en notaðan frakka á fimm þúsund kall. Geri aðrir betur. Svo deildi hann líka skemmtilegri myndasyrpu af sér vegna bílablætis sem hann hefur alltaf haft - bílakallar eru alltaf svolítið gæjalegir, en það gæti komið sér illa fyrir hann núna ef hann ætlar að vera í þversögn við þetta þarna díselhákafrumvarp hjá Viðreisn. Obbósí, en Jón er svo sem vanur því að koma sér í smá vandræði. Hann hatar ekki athyglina og gerir allt sem hann getur til að fá ljósið til að beinast að sér. Alveg með ólíkindum hvað það tekst alltaf hjá honum. Til dæmis í Svíþjóð á Norðurlandaráðsþinginu, þá tókst honum að láta kastljósið beinast að sér með þessum stórfenglega kvæðalestri sínum. Sem hann var reyndar búinn að taka hér heima í pontu Alþingis en nú útvíkkar hann „crowd-ið“. Hann kann þetta!

View this post on Instagram

A post shared by Alþingi (@althingi)

Krata kósí í Svíden

Gummari og allir hinir kratarnir nutu sín í botn í Svíden og voru að dýrka veldið sem þar er uppi á teningnum. Skiljum það vel! Geggjað að fá að vera svona „mega royal“ endrum og eins. Manni líður bara eins og konungsbornum höfðingjum.

Dagbjört alveg með þetta!

Dagga Konna var svona leiðsögumaður ferðarinnar og stóð sig ekkert eðlilega vel í því hlutverki. Það er sko alveg hægt að vera klár og stór karakter þó maður sé smár í sniðum. Dagga Konna klikkar ekki á því!

View this post on Instagram

A post shared by Alþingi (@althingi)

Guðlaugur Þór bíður og bíður

Guðlaugur Þór hefur margt til brunns að bera. Í vikunni fór hann með stórleik, STÓRLEIK, í myndskeiði á samfélagsmiðlum sem hér með verður tilnefnt til Eddunnar og Grímunnar. Hann bara bíður og bíður og bíður eftir því að eitthvað fari að frétta þarna niður á þingi. Bara öll ljós kveikt og enginn heima hjá þessari ríkisstjórn.

Ráðlagður vikuskammtur af Pawel

Sjálfukóngur Íslands stóð fyrr sínu og smellti af alls konar sjálfum við ýmsar athafnir. Ein mega „hot“ og sveitt og ræktarsjálfa, Brussel-sjálfa, hlaupasjálfa, lattesjálfa og ég veit ekki hvað og hvað. Mesta dúllan eins og alltaf. D í kladdann fyrir duglegur og dúlla.

Hver er maðurinn?

Flokkur fólksins gróf upp mynd frá fornu og deildi á samfélagsmiðla sína. Þekkið þið þennan mann? Nei, þetta er ekki Ragnar Þór Ingólfsson. Þetta er nefnilega hann Guðmundur „æm a verí gúd morning“ Ingi! Einu sinni var hann ungur og sætur, nú er hann bara sætur.

Myndirnar loksins komnar úr framköllun 

Talandi um gamlar myndir. Miðflokkurinn fékk filmuna frá landsþinginu loksins úr framköllun í vikunni og deildi gleðinni með okkur. Þarna má sjá ýmis hross og trippi taka þátt í gleðskapnum.

Heiða Björg og brillurnar

Heiða Björg borgarstjóri mælti fyrir íbúðauppbyggingu í Úlfarsárdal en hún vill byggja 4000 íbúðir þar. Og sko já, annað hvort er framtíðin svona björt hjá henni að hún þurfti að setja upp sólbrillurnar við þetta tækifæri eða þá að hún er á einhverjum efnum, konan. Ingu Sæland fannst þetta svo vandró allt saman að hún lokaði bara augunum. Það er líka langbesta ráðið við einhverju sem er óþægilegt, gera bara eins og lítil börn í feluleik, loka bara augunum.

Kristrún kát með nýja húsnæðispakkann

Kristrún var kát með Úlfarsárdalinn. Þar lagði hún nýjan matseðil á hlaðborðið ásamt sínu fólki sem kynnti nýjan húsnæðispakka fyrir land og þjóð sem Kristrún matreiddi á allt annan hátt en hún ætlaði sér að gera fyrir um það bil sirka 49 vikum síðan. Dass af hinu og dass af þessu hefur oft virkað en þjóðin bíður eftir nýjum nálgunum Kristrúnar eins og þegar hún er að bíða eftir nýjum iPhone. Alla vega ný nálgun á hlutina einu sinni á ári.. Eða oftar.

View this post on Instagram

A post shared by Samfylkingin (@samfylkingin)

Smelltu á spilarann hér að neðan til að nálgast nýjasta þátt Spursmála í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson