Chris Martin heillaður af ungri leikkonu

Chris Martin og Sophie Turner.
Chris Martin og Sophie Turner. Samsett mynd

Enska leikkonan Sophie Turner, sem er best þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones, og Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, eru sögð vera að stinga nefjum saman þessa dagana. 

„Þau hafa farið á nokkur stefnumót í London,“ sagði heimildarmaður við Us Weekly á mánudag.

„Þetta er enn mjög nýtt, en það er mikill neisti á milli þeirra og þau eiga greinilega vel saman. Þau eiga margt sameiginlegt, og Chris er klárlega hennar týpa,“ bætti heimildarmaðurinn við.

Nokkur aldursmunur er á parinu, en Martin er 48 ára og Turner 29 ára.

Bæði nýlega orðin einhleyp

Turner hætti nýverið með kærasta sínum, breska aðalsmanninum Peregrine Pearson, eftir tveggja ára „haltu mér, slepptu mér“ samband.

Fyrir það var hún gift bandaríska tónlistarmanninum Joe Jonas og á með honum tvær dætur.

Martin átti í langtímasambandi við bandarísku leikkonuna Dakotu Johnson, en þau fóru hvort í sína áttina í júní eftir átta ára „haltu mér, slepptu mér“ samband.

Tónlistarmaðurinn var áður kvæntur leikkonunni Gwyneth Paltrow í tíu ár en þau skildu árið 2014. Þau eiga tvö börn, dótturina Apple og soninn Moses.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson