Fyrrverandi eiginkona Jackman ætlar að rjúfa þögnina

Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness voru gift í nærri 30 …
Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness voru gift í nærri 30 ár. Í dag er leikarinn í sambandi með Broadway-stjörnunni Sutton Foster. Samsett mynd

Ástralska leikkonan Deborra-Lee Furness er sögð leita að forlagi til að gefa út endurminningar sínar, þar sem hún hyggst varpa ljósi á 27 ára hjónaband sitt við ástralska stórleikarann Hugh Jackman og segja frá því sem leiddi til skilnaðar þeirra.

Heimildir Page Six herma að Furness hafi nýlega sést á fundi með þekktum útgefanda í New York, þar sem hún kynnti „djarfa og tilfinningaþrungna bók um ást, sjálfsleit og nýtt upphaf“.

Vinir leikkonunnar segja að hún sé „að endurheimta rödd sína“ eftir skilnaðinn og vilji nú segja sína hlið sögunnar.

Furness, 69 ára, og Jackman, 57 ára, greindu frá skilnaði sínum í september 2023.

Ástæða skilnaðarins er sögð hafa verið framhjáhald, en Jackman er sagður hafa byrjað að hitta mótleikkonu sína, Broadway-stjörnuna Sutton Foster, þegar þau léku saman í söngleiknum The Music Man fyrir nokkrum árum. Talið er að þá hafi farið að hrikta í stoðum hjónabandsins.

Jackman og Foster, 50 ára, opinberuðu ást sína formlega í lok október, þegar þau mættu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Los Angeles.

Tilefnið var frumsýning nýjustu kvikmyndar Jackman, Song Sung Blue.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson