Ingrid Alexandra tjáir sig um mál hálfbróður síns

Ingrid Alexandra ásamt móður sinni, Mette-Marit krónprinsessu Noregs.
Ingrid Alexandra ásamt móður sinni, Mette-Marit krónprinsessu Noregs. Ljósmynd/AFP

Ingrid Alexandra Noregsprinsessa hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um hálfbróður sinn, Marius Borg Høiby, sem verður leiddur fyrir rétt í febrúar, sakaður um alvarleg kynferðisafbrot og ofbeldi.

Í viðtali við NRK á sunnudag sagði prinsessan að staðan væri „erfið“ fyrir alla sem málið snerti.

„Auðvitað er þetta erfitt. Bæði fyrir okkur sem stöndum nærri, fyrir mig sem systur og fyrir mömmu og pabba. Og auðvitað fyrir alla sem málið snertir,“ sagði prinsessan í samtali við fréttamann NRK.

Stundar nám í Sydney

Ingrid, sem er 21 árs, er búsett í Sydney í Ástralíu þar sem hún stundar nám í félagsvísindum.

Prinsessan er elsta dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit krónprinsessu og því önnur í erfðaröðinni að norsku krúnunni. Afi hennar er Haraldur Noregskonungur og amma hennar Sonja Noregsdrottning.

Á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm

Málið hefur haft mikil áhrif á norsku konungsfjölskylduna. Verði Høiby, 28 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.

Lögmaður Høiby hefur greint frá því að hann muni játa sök í nokkrum minni háttar brotum en neita sök í þeim alvarlegustu.

Réttarhöldin hefjast í Héraðsdómi Óslóar 3. febrúar og er gert ráð fyrir að þau standi til 13. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson