Kennari í „skemmtistaðabuxum“ fékk á baukinn

Denise mætti í vinnuna í leðurlíkisbuxum og kasmírpeysu.
Denise mætti í vinnuna í leðurlíkisbuxum og kasmírpeysu. Samsett mynd

Myndskeið sem sýnir kennara að nafni Denise sýna klæðnað dagsins hefur vakið mikla athygli á TikTok undanfarna daga. Slík myndskeið eru afar vinsæl á samfélagsmiðlum og birta margir notendur daglega svipuð myndbönd þar sem þeir sýna fataval sitt.

Í myndskeiðinu stendur Denise í tómri kennslustofu og sýnir þröngar, svartar leðurlíkisbuxur frá Abercrombie, rjómalitaða kasmírpeysu og strigaskó frá Zadig & Voltaire. Hún segir buxurnar vera „í besta sniðinu“ og að hún grípi oft í þær við ýmis tækifæri, enda passi þær við svo margt.

Fataval hennar féll þó ekki í kramið hjá öllum netverjum.

Í þræði á X (áður Twitter), þar sem myndskeiðið var endurbirt og fékk yfir fimm milljónir áhorfa, héldu sumir því fram að hún væri í „skemmtistaðabuxum“ og að kennarar ættu ekki að líta „heitir út fyrir börnin“.

Aðrir komu Denise til varnar og töldu að fólk hefði gengið of langt í gagnrýninni. „Börnum er alveg sama – í þeirra augum ertu bara gömul kona í leðurbuxum,“ skrifaði einn notandi, en annar sagði einfaldlega: „Mér finnst þetta ekkert stórmál.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kennarar vekja athygli fyrir fataval sitt á samfélagsmiðlum.

Kennari og tískuáhrifavaldur sem kallar sig Ms. Williams hefur einnig orðið fyrir gagnrýni vegna myndbanda þar sem hún sýnir klæðnað sinn í kennslustofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Sandra B. Clausen
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Sandra B. Clausen
5
Steindór Ívarsson