Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

[ Heimasíða | 568 8000 ]
Opnunartímar miðasölu Borgarleikhússins:
Virkir dagar 12-18
Sýningardagar 12-20
Helgar 12-20
Sími miðasölu er 568 8000

HÚH!

HÚH!

Hver er ég? Er ég það sem ég held að ég sé? Eða það sem þú heldur að ég sé? Er ég kannski bara það sem ég held að þú haldir að ég sé? Í sturlaðri von um að vera nógu æðisleg, sexý, fyndin og þroskuð engjumst við um í baráttunni við ófullkomleikann. Við finnum fiðringinn þegar við hljótum viðurkenningu umhverfisins en fyllumst einmanaleika og skömm þegar við afhjúpum okkur. Er ég nógu góð? Er ég best? Er ég yfirhöfuð eitthvað án tungumáls, kyns, þjóðernis...og vegabréfs? HÚH!

Leikhópurinn RaTaTam hefur á skömmum tíma orðið þekktur fyrir afgerandi sýningar. Með hlýju, húmor, leik og tónlist skoðar hópurinn ófullkomleika mannsins, draumasjálfið, leyndarmál og landamæri; hvernig sjálfsmyndin þyrlast um allslaus og nakin í hrárri og skynlausri hreinskilni. Fyrri verk RaTaTam eru heimildasýningin Suss! sem byggði á reynslusögum fólks um heimilisofbeldi og Ahhh... verk um ástina sem gert var upp úr textum Elísabetar Jökulsdóttur og hefur leikhópurinn hlotið verðskuldaða viðurkenningu, tilnefningar og verðlaun auk þess hefur honum verið boðið á leiklistarhátíðir víðs vegar um Evrópu.

Til baka