Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið

[ Heimasíða | Miðasala | 551 1200 ]
Miðapantanir teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30-18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20:00.

Skarfur

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir manni á fertugsaldri. Maðurinn á samkvæmt lögreglu að hafa brotið umgengnisreglur þegar hann sótti börn sín á knattspyrnuæfingu síðastliðinn þriðjudag og hefur hann ekki sést né látið í sér heyra síðan. Maðurinn ekur á hvítum jeppling af gerðinni Dacia Duster sem talinn er vera sami bíll og stolið var frá asískum ferðamönnum á Mývatni fyrr í vikunni. Börnin eru 6 og 8 ára og voru klædd í íþróttafatnað Stjörnunnar og í svörtum úlpum. Lögreglan biður þá sem séð hafa til þeirra að hafa samband í síma..."

Fyrirmyndarlífið og fjölskyldan var eintóm tálsýn. Þorsteinn, ungur fjárfestir og fráskilinn tveggja barna faðir, leggur af stað í leiðangur út í náttúruna þar sem hann hyggst kynna börnunum sínum kjarna lífsins og um leið frelsa sinn innri mann. Breytingin sem við leitum eftir virðist þó hafa tilhneigingu til að verða allt önnur en við lögðum upp með í byrjun.

„Þau eru eins og lítil hreindýr með horn sem vaxa í spíral sem endar í augunum á þeim og veldur hægum og kvalafullum dauða."

SKARFUR er nýtt íslenskt leikverk eftir Kolbein Arnbjörnsson og leikhópinn Lið fyrir lið. Verkið er unnið í samstarfi við Þjóðleikhúsið og er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Leiklistarráði og Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Til baka