Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið
[ Heimasíða | 568 8000 ]
Opnunartímar miðasölu Borgarleikhússins:
Virkir dagar 12-18
Sýningardagar 12-20
Helgar 12-20
Sími miðasölu er 568 8000

Fréttir á borgarleikhus.blog.is

29.10.2010 | 20:09

Líður að leikslokum

Líður að leikslokum Jæja, þá styttist í heimför. Hópurinn er enn hress eftir öll lætin en auðvitað komin smá þreyta í mannskapinn eftir 6 vikna sýningartörn með 7 sýningum í viku. Nú hlakka allir til að fara heim og hitta sína nánustu eftir frábæran tíma hér í henni...
Meira
23.10.2010 | 21:10

Vitleysingastræti?

Vitleysingastræti? Einar sviðsmaður þýddi þetta götuheiti á skemmtilegan hátt: Vitleysingastræti!...
Meira
21.10.2010 | 20:15

Young Vic leikhúsið okkar

Young Vic leikhúsið okkar ......
Meira
21.10.2010 | 17:31

London Calling

Merkilegt hvernig sálarlíf fólks er mismunandi eftir umhverfi. Hér fyrir utan gluggann hjá mér um daginn heyrði ég konu missa vitið af bræði út í stöðumælavörð yfir sekt. Önnur eins öskur og svívirðingar hef ég sjaldan heyrt. Hef verið að þeysast um á...
Meira
20.10.2010 | 18:40

Hey Jude (Ballaðan um R og J)

Það var fimmtudagskvöld í leikhúsi í Lundúnum. Kvöld sem leiðir tveggja einstaklinga láu saman. Einstaklinga sem hafa hvor á sinn hátt markað djúp spor í menningarsögu sinna þjóða. R hafði nýlokið að koma fram í leiksýningu kvöldsins. Lagt hjarta sitt og...
Meira
19.10.2010 | 18:49

Hjólahjóla

Hjólahjóla Vorum nokkur í hópnum að fjárfesta í svona reiðfákum. 59 pund takk fyrir. Einn gír og kannski ekki það sterkasta í heiminum, en maður kemst leiðar sinnar á þessu og sér talsvert meira af London en þegar maður starir út um glugga neðanjarðarlestanna. Ég...
Meira
18.10.2010 | 12:57

Styttist í kveðjustund

Jæja, nú erum vð búin að vera hér í rúman mánuð og aðeins 2 vikur eftir. Svo verður haldið heim á vit nýrra ævintýra í Borgarleikhúsinu. Það er eiginlega stórfurðulegt hvað tíminn flýgur áfram hérna. Þetta er sannarlega mikið ævintýri sem við erum öll að...
Meira
16.10.2010 | 15:40

Ian og co

Ian og co ......
Meira
16.10.2010 | 15:38

Flott

Flott ......
Meira
16.10.2010 | 15:15

Og meira

Og meira Dom West og Gísli léttir....
Meira

Leiksýningar

Matthildur

Matthildur Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa
Meira

Elly

Elly Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands? Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta
Meira

Ríkharður III

Ríkharður III Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja. Leikritið segir frá baráttu valdasjúks manns sem svífst einskis til
Meira

Fólk, staðir og hlutir

Fólk, staðir og hlutir Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma. Leikkonan Emma er alkóhólisti og lyfjafíkill sem fellst loks á að fara í afvötnun
Meira

Kvenfólk

Kvenfólk Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist
Meira

Kæra Jelena

Kæra Jelena Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og í þann mund að taka stóra skrefið út í lífið. En fljótlega komumst við að
Meira

Club Romantica

Club Romantica Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu. Var því stolið? Týndist það? Var því kannski hent? Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til
Meira

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Kvöldvaka með Jóni Gnarr Jón Gnarr stígur á svið í Borgarleikhúsinu í janúar með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. Hann hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem grínisti
Meira

Allt sem er frábært

Allt sem er frábært Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því: Rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir
Meira