Bogmaðurinn 22. nóvember - 21. desember

Bogmaðurinn 22. nóvember - 21. desember Bogmaðurinn 22. nóvember - 21. desember

Þú ert á framabraut og færð spennandi tilboð

Elsku bogmaðurinn minn, þú hefur þá orku að senda frá þér strauma sem fáir standast og vinnur þér virðingu frá öðrum með öllu sem þú segir og gerir og þú þolir alls ekki kæruleysi, hvorki hjá sjálfum þér né öðrum, svo leti er eitur í þínum beinum þegar þú leyfir þér hana.

Þú ert á framabraut og færð spennandi tilboð, en ekki spá og spekúlera of mikið eða lengi í hlutunum, því þú þarft að sýna hugrekki, það er aðalmálið og blandaðu svolítið meiri húmor við lífið, því þá geturðu notað þessa dásamlegu töfra til góðs bæði fyrir þig og aðra. Þú hefur ekki gert nein mistök, heldur hefurðu gert margar tilraunir til að gera líf þitt betra og allt sem þú hefur verið að gera mun efla þig, styrkja og breyta lífi þínu til góðs.

Um leið og þú hefur séð hvað þú vilt ekki mun opnast svo ótrúlega litríkt tímabil, svo njóttu þess þótt þér finnist að eitthvað hafi verið mistök, sem dæmi segja sumir að Thomas Edison hafi gert 1.500 mistök til að fá ljós, en hann sagði þetta væru tilraunir og við vitum að ekkert ljós væri til án þeirra tilrauna!

Ástarlíf þitt verður eldheitt, en elskaðu bara þá sem eru þín virkilega verðugir. Stundum er bara ágætt að sleppa því að vera í hringiðu ástarinnar og leyfa þessari merkilegu orku sem ástin er að flæða til þín, því þetta er nær óbeislaður kraftur sem þú átt virkilega skilið.

Seinni parturinn á árinu verður vandasamur vegna þess að stórar og miklar ákvarðanir mæta þér og þú verður að vita nokkurn veginn strax hvað þú vilt taka að þér. Þú leysir úr peningaáhyggjum með því að tala við þá sem hafa valdið til að breyta hjá þér, þú skalt mynda þér mikla seiglu og þrjósku og þá verður óskum þínum ekki hafnað, það er skrifað í skýin. Þú þarft ekki að væla yfir neinu því velferðin heldur í höndina á þér.

Kossar og knús, Kling

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, 30. nóvember

Björgvin Franz Gíslason leikari, 9. desember

Ingvar E. Sigurðsson leikari, 22. nóvember

Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, 2. desember

Steindi, 9. desember

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu