Ljónið 23. júlí - 22. ágúst

Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Ljónið 23. júlí - 22. ágúst

Kláraðu það sem þú byrjar á

Elsku ljónið mitt, þú ert búinn að vera að moka og moka vandræðum og vitleysu í burtu og þú hefur svo sannarlega lent í verri aðstæðum en þú ert í núna. Síðasta vika á að hafa gefið þér betri spil á hendi og það er í eðli þínu að forða þér frá erfiðleikum, sama hvaða kringumstæður skapa þær.

Þú átt svo miklu meira af vinum og stuðningsmönnum en þú getur ímyndað þér, og þeir sem eru svo heppnir að tengjast þér detta í lukkupottinn, því þú ert sannur að eilífu og tryggur þeim sem þú elskar. Þú hefur þá hæfni að laga þig að þeim sem eru í kringum þig og þeim aðstæðum sem þú lendir í svo það er líka hægt að kalla þig kamelljón.

Sjálfstraustið er að byggjast upp, svo haltu áfram að mastera þig í því sem þú ert góður í, það eru litlu hlutirnir sem verða að stórum hlutum sem gera þig svo stoltan. Kláraðu það sem þú byrjar á og ekki byrja á því sem þú nennir ekki að klára.

Á þínum yngri árum hafðirðu svo mikið ímyndunarafl að það hindraði þig ekkert, en svo var þér talin trú um þú þyrftir að vera svo agaður, annað myndi ekki ganga, en með því slekkurðu á dásamlega fallega ímyndunaraflinu þínu og lokar á ævintýrin sem vilja hitta þig.

September og október munu bæta þér upp svo margt, hressa þig við og þér á eftir að líða eins og þú sért ómótstæðilegur, þá hindrar þig ekkert í lífinu, því þegar þú færð þessa tilfinningu, ferð að elska þig meira og meira svo þú eflist og dafnar, geturðu sannarlega sagt þú sért hamingjusamur.

Þú þarft að daðra þig áfram, hvort sem á vegi þínum verða börn, leiðinlegt fólk, yndislegt fólk eða bara dýr. Sendu fallegt augnaráð og segðu fallega setningu við alla sem á vegi þínum verða og þegar þú hefur tækifæri til, því sú orka sem þú gefur mun koma aftur og hjálpa þér.

Byrjaðu bara og hugurinn mun hressast, byrjaðu bara og verkin munu blessast. 

Knús og kossar, Kling 

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Albert Eiríksson, matgæðingur, 16. ágúst

Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, 29. júlí

Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí

Ásdís Rán fyrirsæta, 12. ágúst

Barack Obama Bandaríkjaforseti, 4. ágúst

Birgitta Haukdal söngkona, 28. júlí

Cara Delevingne fyrirsæta, 12. ágúst

Diddú, 8. ágúst

Geir Ólafsson söngvari, 14. ágúst

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst

Jennifer Lopez söngkona, 24. júlí

Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, 6. ágúst

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, 4. ágúst

Sunneva Einarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna, 7. ágúst

Valdimar Guðmundsson, söngvari, 7. ágúst

Þórunn Antonía alheimsstjarna,  28. júlí


 

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu