Nautið 20.apríl - 20. maí

Nautið 20.apríl - 20. maí Nautið 20.apríl - 20. maí

September verður þér óvenju góður

Elsku nautið mitt, núna er tími endurnýjunar, sjálfstæðis og sálarstyrkingar og þú raðar saman púsluspilinu og færð út þá mynd sem þig hefur dreymt um. Þú ert með aðdráttarafl á við hvaða súperstjörnu sem er en hefur verið að keyra þig of mikið út og gefa frá þér kraft í verkefni hvað svo sem þau kallast, sem hafa ekki gefið þér sem skyldi til baka.

Þér finnst þú fléttast inn í óréttlæti en tekur til þinna ráða og færð lausn þeirra mála sem sýnir þér sanngirni. September verður þér óvenju góður og þú styrkir tengsl þín við nýja og gamla vini, október leggur fyrir þig erfið verkefni og þú verður svo súperánægð hversu vel þú kemur út úr þeim.

Þú hefur svo mikinn skilning á þessu ótrúlega furðuverki sem lífið er og ert svo uppfullur af ástríðu þegar þú ert í stuði að það er unun að sjá. Þú þarft að peppa þig upp til að ná þeim tengingum sem þú sækist eftir, byrjaðu daginn þinn á því að velja þér föt sem þú elskar, af hvaða ástæðu sem það nú er, og hugsaðu þér að þú sért að klæða þig í daginn, hafa þig aðeins meira til og storma svo út í lífið eins og enginn sé morgundagurinn.

Þú verður fyrir fjárhagslegri heppni eða einhver ávinningur sem þú bjóst við og vonaðist eftir skilar sér til þín, svo leyfðu þér meira og dekraðu við sjálfan þig, það er meira á leiðinni.

Ef ástin er ekki eins og skyldi verður hjartasorgin ógurleg og getur nálgast þráhyggju. En það er ekki ást heldur truflun á skilaboðum sem heilabúið sendir þér og ef ástin er ekkert að gera fyrir þig, gefðu henni þá frí. Allt sem þú þarfnast er í nærumhverfi þínu, blessaðu það.

Þegar veturinn birtist þér í öllu sínu veldi verður þú eins og aðalrakettan og lýsir upp himinhvolfið svo fólk fyllist einlægri aðdáun, hversu spennandi er það.

Knús og kossar, Kling

Naut 20. apríl - 20. maí

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, 22. apríl

David Attenborough, 8. maí

Davíð Rúnar Bjarnason, boxari, 5. maí

Dóri DNA, grínisti, 16. maí

Eliza Reid, forsetafrú, 5. maí

Eva Laufey Kjaran, sælkeri, 16. maí

Garðar Thor Cortes söngvari, 2. maí

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, 21. apríl

Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, 23. apríl

Hannes Þór Halldórsson markvörður, 27. apríl

Helga Möller söngkona, 12. maí

Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, 10. maí

Ólafur Ragnar Grímsson, 14. maí

Pétur Jóhann Sigfússon, 21. apríl

Rúnar Freyr Gíslason leikari, 29. apríl

 

 

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu