Sporðdrekinn 23. október - 21. nóvember

Sporðdrekinn 23. október - 21. nóvember Sporðdrekinn 23. október - 21. nóvember

Þú þarft að þora til að skora

Elsku sporðdrekinn minn, þú dýrðarinnar dásemdarvera, sá tími sem þú ert að fara inn í núna færir þér gleði í hjartað og þetta er skemmtilegur rússíbani fram undan, alls ekki hættulegur, en þér gæti brugðið í ýmsum beygjum sem hann gæti tekið. Skoðaðu það með mikilli ákefð hverjir eru að hjálpa þér, beindu athygli að þeim hvort sem þú hefur áhuga á þeim eða ekki og sýndu þeim virðingu og þakklæti, því þeir sem eru að hjálpa þér mest eiga sjálfir oft í miklum erfiðleikum í sálinni svo þú þarft að styrkja þessar manneskjur og í því er lykillinn fólginn.

Elsku hjartað mitt, það er fullt tungl í fiskamerkinu 14. september og það er þér sérstaklega hagstætt og á því tímabili muntu sjá að þetta er allt saman að reddast. Þú ert að starta nýjum hlutum á þessum haustmánuði sem eru spennandi og þú færð ný tækifæri og breytingar á þessu tímabili, en þú átt það til að þora ekki að skipta og breyta, svo mottóið þitt er þú þarft að þora til að skora.

Þú ert hrifnæmur af ástinni og það hentar þér best að vera í löngu sambandi og leyfa ekki spennunni að yfirtaka hugann, svo ef þú ert í makaleit skrifaðu þá niður kostina sem sú manneskja hefur sem þú hefur áhuga á og vertu sannfærður um að sá aðili muni vega þig upp og leyfa þér að blómstra.

Það eru að koma upp í hendurnar á þér verkfæri til þess að leysa erfiðleika þína og með þínum ólýsanlegu persónutöfrum nærðu árangri til að leiðrétta kjör þín og koma festu og skipulagi á það sem er að sliga þig, ef ekki væru til sporðdrekar væri lífið ekki spennandi! Besti tími ársins er að nálgast og setur tóninn fyrir næsta ár. 

Kossar og knús, Kling

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember 

Jón Jónsson, tónlistarmaður, 30. október

Birkir Már Sævarsson knattspyrnumaður, 11. nóvember

Björk Guðmundsdóttir söngkona, 21. nóvember

Emmsjé Gauti rappari, 17. nóvember

Helga Braga Jónsdóttir leikkona, 5. nóvember

Hillary Clinton fyrrum forsetafrú, 26. október

Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember

Magnús Scheving, 10. nóvember

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, 4. nóvember

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu