Steingeitin 22. des - 19. jan

Steingeitin 22. des - 19. jan Steingeitin 22. des - 19. jan

Sýndu ástinni þolinmæði

Elsku steingeitin mín, hafðu ekki áhyggjur af hinu smáa, þú þarft að hafa hugsjón háa, þú ert svo heiðarleg og það skiptir þig svo miklu máli að vinna verk þín vel. Það hefur sótt á þig þreyta og örlítið vonleysi og ef þú skoðar betur er þetta algengt þegar sumarið mætir haustinu, en þú skiptir um gír þegar líða tekur á þennan mánuð og byggir upp styrk og lætur ansi lítið hafa áhrif á þig.

Sú nýja orka sem er að skjóta rótum og færir þér smitandi áhrif, og það er allt í lagi að vera svolítið óþekk, hversu skemmtilegt er það Það kemur fyrir þig að þér finnst þú vera Palli einn í heiminum, en það er svo sannarlega vitleysa því það eru svo margir sem treysta á þig og ferill lífs þíns rétt að byrja.

Það er gott fyrir þig að hafa „þetta reddast“ mottóið næstu mánuði því þótt það verði alveg á mörkunum og á síðustu stundu sleppur það samt. Þetta verður eins og bíómynd með undarlegri útfærslu, alltaf eitthvað nýtt og öðruvísi og spennandi, svo þú hefur engan tíma til að leyfa þér að líða illa. Þú átt þér að sjálfsögðu óteljandi aðdáendur en þeir botna kannski ekkert í þér því þú ert krossgáta. Þú leyfir þér ekki nógu mikið að opna hjarta þitt, til að slaka á og vera þú sjálf því það er enginn eins aðlaðandi og þú ef þú leyfir hjartanu að flæða.

Þú ert svo mikill keppnis- og veiðimaður og getur leiðst ef þú færð ástina of auðveldlega upp í hendur svo sýndu ástinni þolinmæði og þá kemur hún í öllum litum. Þú elskar að vera sjálfstæð í vinnu og ráða þér sjálf en krumpast niður og deyrð andlega ef þú vinnur frá 8-5 í einhæfu starfi, þú átt að láta vinnuna vera eins og gott ástarsamband, gera aðeins meira en þú þarft, þá kemur það þér eins langt og þú vilt.

Knús og kossar, Kling

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, 17. janúar

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú, 12. janúar

Edda Andrésdóttir fréttaþulur, 28. desember

Guðrún Ýr Eyfjörð tónlistarkonan, 8. janúar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 31. desember

Michelle Obama fyrrverandi forsetafrú, 17. janúar

Svava Johansen kaupmaður, 7. janúar

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu