Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Tvíburinn 21. maí - 20. júní Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Þú ert að fara inn í andlega friðarpásu

Elsku tvíburinn minn, þú vilt allt of oft gera þá kröfu við sjálfan þig að hafa allt á hreinu svo enginn hafi neitt á þig. Auðvitað er lífið ekki sanngjarnt, en þetta er bara í raun og veru hvaða afstöðu tekur þú gagnvart erfiðleikum eða fólki sem er að hindra þig Það er ekki vandamálið sem mun drepa þig, heldur sú afstaða sem þú tekur gagnvart því, svo hugsaðu upp á nýtt.

Þú skalt hafa það eins rólegt og þú mögulega getur næstu daga eða jafnvel næstu vikur, það er verið að byggja þig upp og efla þig bæði á líkama og sál. Þú ert með afbrigðum greindur og leikandi sterkur að koma fyrir þig orði svo að margir eiga það til að særast, þó að það sé alls ekki það sem þú meintir með orðum þínum og að vera dómharður er nokkuð sem þú átt alls ekki að temja þér.

Það er að koma falleg orka inn í áruna þína, þú verður sveigjanlegri og ljúfari gagnvart sjálfum þér og öðrum, verður svo diplómatískur í samskiptum svo að fólkið sem ferðast með þér í gegnum lífið hugsar að það sé ekki til hlýrri eða traustari manneskja. 

Núna er að renna upp fyrir þér ljós og þú sérð það er tilgangur með öllu amstrinu sem þú ert búinn að ganga í gegnum og þú ert að fara inn í andlega friðarpásu sem á eftir að gera þér svo gott.

Í lok september er eins og þú sért að fá fullt af gjöfum sem í raun og veru er langt síðan þú áttir að fá, en núna er tíminn. Þú átt eftir að horfast í augu við það sem er að pirra þig og svo sannarlega vinna í lausnum, þú finnur lausn á öllu og hefur yfirburðastöðu í þessu tafli en þú þarft samt að vera á tánum og þora að tefla fram þínu besta. 

Kossar og knús, Kling

Tvíburar 21. maí - 21. júní

Aníta Briem, leikkona 29. maí

Bjartmar Guðlaugsson, söngvari 13. júní

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur  19. júní

Heimir Hallgrímsson, knattspyrnuþjálfari 10. júní

Páll Magnússon, þingmaður 17. júní

Örn Árnason, leikari 19, júní

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu