EINKENNI

  • Lykilorð: Innsæi
  • Pláneta: Júpíter
  • Höfuðskeppna: Eldur
  • Litur: Fjólublár
  • Málmur: Tin
  • Steinar: Túrkís, tópas
  • Líkamshluti: Grindarhol, mjaðmir, læri
  • Frægir bogmenn Guðrún Gísladóttir, Nostradamus, Maria Callas, Julie Harris, Hermann Gunnarsson, Jeff Bridges, Steven Spielberg, Woody Allan, Einar Kárason og Frank Sinatra.

BOGMAÐUR

Bogmenn hafa hátt enni og beinar augabrýr. Þeir klæðast gjarnan íþróttagöllum eða öðrum tilgerðarlausum fatnaði, en eru sjaldnast hirðuleysislegir. Bogmenn eru gjarnan miklir matmenn, en þeir eru líka mikið gefnir fyrir íþróttir, svo þeir fara yfirleitt ekki að fitna fyrr en upp úr miðjum aldri, þegar þeir hætta að hreyfa sig eins mikið. Bogmenn hafa einlæga ást á sannleika og réttlæti, en hættir til að láta skoðanir sínar alltof opinskátt í ljós, iðulega óumbeðnir! Bogmenn hafa líka djúpa þörf fyrir að víkka sjóndeildarhring sinn og hafa því mörg áhugamál, auk þess sem þeir hafa sérstakt dálæti á ferðalögum. Þeir eru lífsglaðir, opnir og hreinskilnir mannvinir, en hafa litla þolinmæði með smávægilegum vandamálum hversdagslífsins. Þeir hafa lítinn áhuga á fjármálum og helst iðulega illa á peningum, enda margir Bogmenn veikir fyrir fjárhættuspilum. Bogmenn velja sér oft starf þar sem þeir eru mikið á ferð og flugi. Þeir eru fyrirtaks leiðsögumenn, íþróttamenn eða íþróttaþjálfarar eða jafnvel áhættuleikarar í kvikmyndum, en þeir væru líka í essinu sínu ef þeir ynnu í spilavíti! Bogmenn þola síst af öllu yfirborðsmennsku og mættu oft tileinka sér meira umburðarlyndi gagnvart almennum kurteisisvenjum og siðum.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og