EINKENNI

  • Lykilorð: Stöðugleiki
  • Pláneta: Venus
  • Höfuðskeppna: Jörð
  • Litur: Blár
  • Málmur: Kopar
  • Steinar: Safír, jaði
  • Líkamshluti: Háls
  • Fræg naut Elizabeth II, Cher, Daniel Day Lewis, Jóhannes Páll páfi, Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Laxness, Florence Nightingale, Eva Peron, Ingólfur Margeirsson og Saddam Hussein.

NAUT

Nautið má iðulega þekkja á gildum hálsi, lágu enni og hrokknu hári og þau eru oftast íhaldssöm í klæðaburði, en geta þó ekki stillt sig um áberandi fylgihluti, t.d. skartgripi, bindi, sokka o.s.frv. Naut eru lífsnautnamenn og kunna vel að meta sætindi og góðan mat, eins og reyndar öll veraldleg gæði og líkamleg atlot, en þau eru líka stöðuglynd og þrjósk og hvika ekki út af þeirri leið sem þau velja sér. Þau eru lengi að taka ákvörðun, en þegar þau hafa gert það, getur ekkert stöðvað þau. Naut eru oft einkar séð í fjármálum og peningar skipta þau oft miklu máli, ekki síst vegna öryggisins sem þeir veita. Þau eru orðheldin, þolinmóð og trygglynd, og hafa einkar gott minni, en geta verið gríðarlega skapbráð, langrækin og afbrýðisöm og það getur verið nærri því ógerlegt að fá Nautið til að skipta um skoðun. Naut hafa næmt auga fyrir fegurð og listum, og oft hneigjast þau til starfa sem tengjast slíku, gjarnan innan bókmennta eða myndlistar, en ekki síður starfa innan fjármálaheimsins. Naut verða að gæta þess vel að staðna ekki í efnishyggju og gömlum gildum. Þau ættu að reyna að stokka tilveruna upp með reglulegu millibili og reyna eitthvað nýtt sem gæti víkkað sjóndeildarhringinn.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og