Bjóst engan veginn við sigri

„Ég bjóst engan veginn við því að vinna einvígið. Ég er svo nýr í þessu, mér finnst allir svo frábærir í kringum mig,“ segir Tómas Guðmundsson um sigurinn í ofureinvígi í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland á móti Sjönu Rut Jóhannsdóttur og Steina Bjarka.

„Ég vonaði og vissi að ég ætti möguleika svo ég segi kannski ekki engan veginn. Hógværðin sem vill vera þarna að tala, en maður verður að trúa á það sem maður er að gera annars gengur ekki neitt.“

Vanur að vera bara Tommi rafvirki

Tómas er Grindvíkingur og rafvirki, en þess má til gamans geta að söngvararnir tveir sem kepptu til úrslita í fyrstu þáttaröðinni voru annars vegar rafvirki og hins vegar Grindvíkingur.

 Tómas og félagar hans sigruðu í ábreiðulagakeppni hjá Rás 2 með þessu lagi.


Tómas segist finna vel fyrir athyglinni sem fylgir þátttökunni í The Voice. „Það fylgjast allir með þessu og allir sem tengjast manni á einhvern hátt, t.d. heildsölur sem maður verslar við í gegnum vinnuna og svona, það vita allir af þessu. Þetta er allt öðruvísi athygli. Maður er vanur að vera bara Tommi rafvirki og nú er ólíklegasta fólk farið að þekkja mann sem söngvara, þetta er allt mjög sérstakt, mjög nýtt.“

Þegar mbl.is náði tali af Tómasi var hann staddur á Tenerife. „Ég er með tengdafjölskyldunni, við erum með stórt hús og það er pool-stofa úti, þangað var mér hent og þar ég er bara að æfa á fullu.“ Ferðin var skipulögð fyrir rúmu ári en Tómas íhugaði að hætta við þegar í ljós kom að hann kæmist í beinar útsendingar í þáttunum, nokkuð sem vekur hjá honum blendnar tilfinningar. „Einn daginn er þetta æðislegt, annan er þetta skelfilegt og þann næsta er þetta frábært. En auðvitað er ég mjög spenntur fyrir þessu.“

Ekki mikill partýpinni

„Mig dauðlangar að gefa út efni, ég er búinn að vera að fikta með það með félögum mínum, við tókum þátt í tveimur keppnum á Rás 2 og unnum aðra.“ Tómas hefur mikinn áhuga á að breyta lögum og útsetja þau eftir eigin höfði. „Ég er mikið fyrir að taka hressari lög og róa þau niður. Ég vildi alveg vera partýspilari en komst að því að ég er ekki mikill partýpinni,“ bætir hann við hlæjandi.

„Ég hef reynt að semja, en að semja texta er erfiðara en ég hélt. Að hleypa fólki svona nærri sér er erfiðara en ég bjóst við. Ég hef verið að fikta við það, með konunni, hún er fín í að búa til grunninn og svo lætur maður það passa í lögin.“

Áslaug Guðmundsdóttir, eiginkona Tómasar, er hans helsta hvatning í tónlistinni. „Hún sendi mig á gítarnámskeið á sínum tíma, því næst á söngnámskeið og svo er hún farin að fikta við textana. Það má segja að ég sé framlenging á henni í þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler