Óviss um að ná að klára lagið

Ísold Wilberg var skjálfandi eftir tilfinningaþrunginn flutning á laginu Vetrarsól, einna þekktast í flutningi Björgvins Halldórssonar, í fyrsta þætti beinna útsendinga sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland. „Ég var byrjuð að titra í enda lagsins. Ég hélt að ég myndi detta niður, fæturnir voru á fullu en kjóllinn faldi það vel.“

Titringurinn orsakaðist ekki af stressi heldur var það tilfinningin í laginu sem hafði þessi áhrif á Ísold og var hún komin með tárin í augun eftir flutninginn. „Þá lá við að ég myndi ekki ná að klára lagið því ég var komin með ekkasog í endann. Maður á það oft til að byrja að hlusta á sjálfan sig, maður syngur og hlustar og dæmir, í staðinn fyrir að detta alveg inn í lagið og láta textann tala til sín. Ég fékk mónent á sviðinu, nú skil ég svo mikið hvað lagið fjallar um. Auðvitað eru mismunandi leiðir til að upplifa það svona, fer eftir baksögu og svona.“

Ísold segist hafa orðið hálfþunglynd á því að lifa sig svona inn í lagið, sem var erfitt en ekki alslæmt. „Mér finnst gott að finna fyrir þessum tilfinningum, það tekur á en það er ákveðið frelsi í því líka. Maður á það oft til að byrgja tilfinningar inni í sér og leyfa sér ekki að finna, það er rosalega frelsandi að hleypa öllu fram og leyfa því að streyma.“

„Attitude“ og fjör í næsta lagi

Undirbúningur fyrir undanúrslitin er í fullum gangi hjá Ísold en hún ætlar að feta aðra braut en hún hefur gert í þáttunum hingað til. Hún segir skrýtið að skipta yfir í lag sem er svo ólíkt Vetrarsól sem hún hefur verið að æfa í nokkurn tíma, bæði í formi og hvað tilfinningar lagsins varðar. „Ég á stóra og mikla tilfinningahlið sem mér finnst gaman að dýfa mér út í. Svo er það hin hliðin sem er meira attitude og meira fjör, þó það sé pínu áhættusamt að fara í svona lagað því fólk vill oft bara heyra fallegt og tilfinningamikið.“

Ísold segir lagið mikla áskorun og viku ekki langan tíma til að undirbúnings, en að maður þroskist ekki nema fara út fyrir þægindarammann. „Ef maður vill vinna við þetta þá verður maður að sýna að maður geti tæklað fjölbreytni. Það er allavega nægur kraftur í þessu lagi og það verður mjög skemmtilegt, ég get lofað því!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler