Fær kaldan svita við tilhugsunina

Rósa Björg Ómarsdóttir söng lagið Don‘t Try to Fool Me með Jóhanni G. Jóhannssyni í fyrsta þætti beinna útsendinga á sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, en þættirnir eru sýndir í Sjónvarpi Símans. Lagavalið hafði meira merkingu fyrir Rósu en marga aðra þátttakendur, en þar heiðraði hún áhrifavald í sínu lífi og tónlist.

„Mér þykir rosalega vænt um þetta lag og manninn sem samdi það líka, Jói G. var góður vinur pabba og mömmu, og fyrsti aðilinn utan við fjölskyldu sem sagði mér að ég gæti sungið. Það gaf mér trú á sjálfa mig að svona maður hefði trú á mér. Svo tók ég þessa ákvörðun að fara að syngja og flutti til Danmerkur, sem hann var rosalega ánægður með. Á meðan ég var úti þá lést Jói og ég hafði ekki tök á því að koma í jarðaförina, þannig að í kvöld langaði mig fyrst og fremst að heiðra hann, og segja takk.“

Rósa er söngkennari og hefur vakið mikla athygli í þáttunum fyrir mikla tækni og gríðarlegt vald á rödd sinni á háu tónunum. Síðasta frammistaða hennar, í ofureinvígunum í liði þjálfarans Unnsteins Manúels skilaði henni ekki sigri, en henni var samstundis stolið yfir í lið Sölku Sólar.

„Þú ert frábær söngkona, ég vona að þú vitir það, og ég fæ ennþá kaldan svita við tilhugsunina að hafa sent þig heim. En það er svo gaman að sjá hvað þið Salka hafið gert saman, það er mikilvægt. Til hamingju með þetta!“ Sagði Unnsteinn eftir flutninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson